<$BlogRSDURL$>
Ekki bara sæt...

laugardagur, maí 29, 2004

 
Nú er frost á Fróni... er það ekki?
Já nú styttist í heimferð!
Klukkan er hálf tólf að "morgni" og ég var vakinn með fuglasöng og Sollu... Það var nefnilega svo gott veður úti, að ég bara mátti ekki sofa!
Veðrið í gær var líka æði, enda lá ég í sólbaði allan daginn, þangað til við drulluðum okkur í sund... mmm...
Svo var bara horft á video í gærkvöldi, rólegt og notalegt.
Í kvöld ætla svo íslensku skiptinemarnir að skella sér í heimsókn, borða og drekka, ég vil kalla þetta kveðjuhóf fyrir mig, en þau kalla þetta örugglega bara pásu frá lærdómnum... :)
Jæja, best að fara út, síðasti dagurinn í sólinni er hafinn!
Skrifa líklega næst á Íslandi!
Comments-[ comments.]

fimmtudagur, maí 27, 2004

 
Gestabók!!!
Gleymi alltaf að segja ykkur að skrifa í gestabókina mína! Var að setja hana upp fyrir nokkrum dögum... Vonandi kvittið þið!

Og HEY! Myndavélin er komin! JEIJ JEIJ!

Nú er kl níu og ég er orðin svakalega svöng... samt búin að borða heila skál af kókópöffs og seríós kombói... og það var bara fyrir hálftíma síðan... ætli ég sé orðin svona mikið átvagl, eða er kókópöffs bara loft?
Er annars að passa, liðið fór í pizzu og bjór... þetta sífulla pakk!
Nú eru bara 2 dagar eftir í USA... reyndar eiginlega þrír, en síðasta daginn verð ég bara í rútu, á flugvelli, í flugvél, aftur á flugvelli og svo enn í flugvél og svo enn aftur á flugvelli þar sem vinnufélagi minn ætlar að taka á móti mér... Kemur sér vel að eiga góða vinnufélaga... ;)
Myndavélin er annars alveg að brillera, svaka töff græja sko!
Keypti reyndar tösku með henni á netinu, kostaði 750 kall og var skráð sem fylgihlutur fyrir þessa tilteknu vél... kom í ljós að hún er alltof stór... ALLTOF... Heimska pakk!
Úff ég hef held ég aldrei skrifað svona leiðinlegt blogg en það er í læ, þið sleppið þá bara að lesa þetta...
Jæja, nú er ég hætt... best að fara að veiða í matinn, er búin að sjá nokkrar litlar eðlur hérna síðan ég kom, vona bara að ég finni 2-3 stk ákkúrat núna! mmm... Eða hvað... ætli ég þurfi að hafa veiðileyfi?... æj... nú er ég alveg í mínus!


Comments-[ comments.]
 
Við skýin felum ekki sólina af illgirni, klappklappklapp!
Aloha!
Fór með Sollu systur í verslunarleiðangur í gær, fínasta ferð, en ég keypti afarlítið á sjálfa mig! Var mest í því að versla gjafir handa krakkagríslingunum sem systur mínar hafa verið að eignast í gegnum árin... Fórum svo út að borða um kvöldið, á Applebee's, ágætisstaður svosem, minnti svolítið á Ruby Tuesday. Fékk mér steik... og eftirrétt... Þetta var nebbla eiginlega afmælisgjöfin hennar Sollu frá mér :)
Í dag hef ég bara ekkert gert, jú borðað... Veit ekki hvort ég eigi að viðurkenna það, en það er skýjað, svo ég sem er enn næpuhvít, kemst ekki í sólbað. Jú ég kæmist auðvitað, en hvaða gagn væri af því?! Svo þetta er afsökunin mín þegar ég kem og fólk fer að gera grín að mér. Ég ætlaði nefnilega að nota þessa síðustu 3-4 daga í að hanga í sólinni, en hvað haldiði, það á að vera skýjað fram á sunnudag, og ég fer á sunnudagsmorgun! En ég ætti kannski ekki að vera að kvarta við ykkur Frónbúa... Afsakið tillitsleysið í mér!
Trúi bara ekki að dvöl minni hér sé að ljúka, finnst ég vera nýkomin! Hlakka mjög til að koma heim, en langar ofsalega mikið að taka veðrið með mér!
Ég held ég hafi ekki verið búin að segja ykkur... Ég er komin með íbúð í Rvk! JEIJ! Hún er rétt við flugvöllinn, 2 herbergja eins og það kallast, veit samt ekki enn hvort ég hafi hana bara í sumar eða líka í vetur, en það er a.m.k. gott að hafa stað til að búa á í sumar!
Jæja, nú er ég farin, meinilla farin og búin að vera...
Aloha!
Comments-[ comments.]

þriðjudagur, maí 25, 2004

 
Ég er svo mikil Gella!
Keypti mér tölvu áðan!
Compaq, Intel Pentium 4 Processor, 2.8GHz, 512MB RAM, 60GB Hard Drive, 15.4-inch WXGA TFT Display, DVD+R/RW Drive,... vona að hún virki ágætlega...
Kostaði 100 þús...
Annars ekkert að frétta!
Knús frá USA!
Comments-[ comments.]

mánudagur, maí 24, 2004

 
Borg Englanna
Jæja, þá er stelpuferðin búin!
Þetta var alveg svaka stuð! Komum á föstudeginum og fórum þá á Hollywood Boulevard og skoðuðum stjörnurnar... Fékk meira að segja mynd af mér með handa- og fótaförum Marylin Monroe... Hún var bara ekkert með minni hendur en ég! Svo kíktum við í nokkrar búðir og ákváðum svo, fyrst við náðum ekki í fólk sem við vildum hitta þarna í LA að fara bara í bíó í Chinese Theater, það var nú bara upplifun út af fyrir sig að labba þar inn... Sáum Troy, sem er mjög góð mynd til þess að sjá í svona flottu bíói, reyndar er hún góð hvort eð er... Mæli með henni!
Eftir Troy fórum við í Victoria's secret... er þetta er ekki e-ð sem bara stelpur gera þá veit ég ekki hvað... fara að versla kl hálf ellefu um kvöld, eftir bíó... :)
Svo var bara haldið af stað í íbúðina, ferðin þangað tók samt örugglega 1 og hálfan tíma, a.m.k. í minningunni...
Daginn eftir var vaknað snemma, og farið á kaffihús með fullt af ljótum sófum og dúfuhreiðri inní. Svo var stefnan tekin á Del Amo, stóra verslunarmiðstöð og vorum við mjög duglegar þar! Þetta var bara á við heilan vinnudag eins og Guðný orðaði það. Svo var farið heim að gera sig að gellum og farið að leita að veitingarstað, fundum nokkra slíka við ströndina, ágætis bryggjuhverfisveitingarstaðahrúga þarna. Eftir að hafa etið nægju okkar fórum við á "næturklúbbinn" sem var fyrir ofan veitingastaðinn, það var eiginlega toppurinn á ferðinni... Fólkið þar inni var svo gamalt að við lækkuðum örugglega meðalaldurinn um 15 ár þegar við gengum þarna inn. Á gólfinu var gamalt par að dansa frekar illa, svo fór það og annað par tók við... Það dansaði mjög dirty... maður fór næstum hjá sér... Okkur leiddist þó ekki, því við gátum sko hlegið eins og vitleysingar að þessu liði... Fórum svo að hugsa um það að við værum 5 stelpur á aldrinum 21-24 á Girls night out í LA og við vorum þarna... já við erum sko greinilega orðnar of gamlar fyrir glaum og glys miðbæjarins...
Spurðum svo þarna á barnum hvort það væri ekki karókí-bar þarna nálægt, svarið var: Nei, þetta er sko flottasti og skemmtilegasti barinn á svæðinu!... Þá féll okkur allur ketill í eld og við forðuðum okkur út... Fundum svo sal með einu tívolítæki og fullt af, æ svona básum þar sem hægt er að vinna ef maður er voðagóður að kasta eða e-ð... Tívolítækið var samt mjög skemmtilegt, svona bollar... Kostaði líka bara 2 dollara, sem er nú mjög lítið!
Fljótlega fórum við svo bara heim að sofa, enda var ekki alveg þess virði að leita að fleirum börum fyrst þessi "nightclub" þarna var sá BESTI! :)
Svo fór dagurinn í dag í smá lautarferð á ströndina, tókum mynd af ALVÖRU lifeguard-bílum og turnum... þetta var ge-egt! Svo var farið og brunað til Önnu og Palla, Íslendinga sem búa í Santa Monica- LA. Þar var spjallað í smá stund, eða alveg þangað til verslunaræðið tók við sér og dró okkur út... Við röltum niður göngugötuna og það voru mjög margar skemmtilegar búðir þarna, ég keypti mér meira að segja gallabuxur og alles, og Ólöf, þó ég sé búin að vera að þræða hinar ýmsu kjólabúðir er ég samt búin að kaupa mér þrennar buxur!!!
Aftur fórum við svo til Önnu og Palla, spjölluðum og drukkum smá bjór... Svo var bara brunað heim!

En btw, HÉR eru myndir síðan í Las Vegas...
Er alveg örugglega að gleyma e-u... en þá skrifa ég það bara seinna!

Comments-[ comments.]

föstudagur, maí 21, 2004

 
Ég VAR í lífshættu!
20. maí 2004
Nú hef ég sko fréttir að færa!!!
Þetta voru hákarlar!!!
Fanney var ekki bara heimskur túristi, ó nei, Fanney var klár!
Reyndar verð ég að viðurkenna að þeir bíta ekki... hvað þá éta mann eins og mín fyrsta hugmynd var, en samt! Ég er alveg viss um að þeir sem vita að þeir bíta ekki, hlaupa samt í land þegar þeir sjá þá!
Annars er ég bara búin að vera að slappa af undanfarna 2 daga... Fór í sund (hékk á sundlaugabakkanum í von um brúnku, sú von var falsvon) í gær, voðalega notalegt bara, svo var farið og fengið sér þjóðarrétt USA- McDonalds hamborgara, franskar og kók og ís í eftirrétt! (Ég er nokkuð viss um að greyið Halli fær sjokk þegar hann endurheimtir gelluna frá USA, orðin feit og girnileg! En það er bara spennandi...).
Svo var bara e-ð dundað sér fram að háttartíma, við Solla áttum notarlega kvöldstund saman, þ.e. við tvær og freyðivínsflaska. Skoðuðum fartölvur á netinu, en ég er einmitt að hugsa um að fjárfesta í slíkri fyrir heimferðina, ekkert vera að tilkynna tollayfirvöldum það samt...
Reyndar skoðuðum við líka myndavélar á netinu í gær, panta mér líklega eitt stk í kvöld, já maður á endalaust af þessum dollurum- enda er dollarinn búinn að lækka um heila krónu síðan ég kom! Heppin!
Já svo er það bara LA í fyrramálið!
Erum búnar að fá íbúð lánaða og alles, Jonna og Bragi, systkini á níræðisaldri sem búa hér í Santa Barbara eiga íbúð á frábærum stað í LA og voru alveg meira en til í að lána okkur hana- 5 maístjörnur fá þau fyrir það! Vorum annars í kaffi hjá þeim áðan, held barasta að öllum Íslendingum á svæðinu hafi verið boðið, við mættum a.m.k. níu þarna í kaffi, pönnsur með rjóma, fullt af sætabrauði, snakki, gosi og að sjálfsögðu bjór og hvítvín, er alveg vel södd eftir þetta allt saman!
Áður en ég fór í kaffið, skellti ég mér þó á ströndina með Gunna og Bill, en þeir voru að fara að sörfa. Ég vissi betur en svo að hætta mér út í sjóinn (hver veit nema hákarlarnir séu með hundaæði?!) og lá bara á ströndinni og las.
Nú er ég bara orðin drulluþreytt eftir daginn, en klukkan er samt bara að verða hálf níu... veit ekki alveg hvað er í gangi...
Solla systir á svo afmæli á morgun (í dag á íslenskum tíma...)!!! Veit ekki hvort ég eigi að segja ykkur hvað hún er orðin gömul, en hún er 6 árum eldri en ég, og ég er 21 svo giskið bara sjálf!
TIL HAMINGJU MEÐ AFMÆLIÐ SOLLA!

Ég skrifa svo meira þegar ég kem frá LA- vonandi búin að hitta e-n frægan!


Comments-[ comments.]

miðvikudagur, maí 19, 2004

 
Passi, passi, passi...
Nei það er ekki kominn 19. maí ennþá!!! Ekki panikka! Ennþá er það bara 18., a.m.k. á mínu dagatali, en klukkan er samt orðin tuttugu mín í 11 svo það styttist!
12 dagar til heimferðar.
Ekkert að frétta.
Ég hef verið notuð óspart í dag. Passaði Gabriel í morgun (eins árs strákur sem Solla passar 2x í viku), svo Arndísi Dúnu eftir hádegi og svo aftur í kvöld. Er einmitt að passa ákkúrat núna. Var annars að horfa á Grease áðan... keypti hana á dvd og sé ekki eftir því! Ótrúleg snilld þessi mynd! Borðaði líka svo mikið nammi að ég er að kafna...
En nú eru reyndar smá fréttir! Ég er líklega að fara til LA um helgina með Guðnýju, Dóru, Siggu og Mæju, stelpum sem eru skiptinemar hér. Þetta verður líklega stanslaust stuð og stanslaus eyðsla... Höfum svo sem engin plön, en hver veit nema við kíkjum á búðir og stjörnurnar í götunni á Hollywood boulevard, því þótt ég hafi komið til Hollywood áður, fór ég ekki að stjörnu-prýddri götunni... sorglegt, ég veit!
Annars er ég komin með milljón bit á lappirnar... flugur, sem hafa reyndar aldrei sóst í mig áður, virðast alveg orðnar vitlausar í blóðið mitt... Kannski er það svona sætt af öllu namminu, gæti reyndar best trúað því, en þetta er mjög óþægilegt, að ekki sé minnst á ljótt... ég er með þvílíkt bólgna rauða bletti...mmmmmm...
Jæja, hef það ekki lengra í dag!
Sæl að sinni!
Comments-[ comments.]

mánudagur, maí 17, 2004

 
Afmæli og Júrovisjón!
Hlustið kæru vinir ég skal segja ykkur sögu...
Nei bara að plata!!! Þetta er ekki beint saga, heldur svona tuð...
Í dag, 16. maí (ég er með e-a fötlun þessa dagana sem lætur mig alltaf skrifa máí... bæði í tölvu sem handskrifandi, furðulegt mál!) var afmælisveislan hennar Arndísar Dúnu! Þetta var alveg brilliant dæmi, haldið í garðinum hérna hjá Sollu og Gunna, með gasblöðrum (sem við Árdís keyptum (Árdís er íslensk stelpa sem býr hérna í CA)), svaka flottum HAPPY BIRTHDAY borða, íslenskum SS-pylsum, remúlaði, steiktum lauk og SS-pylsusinnepi en þessi matur var e-ð sem ég smyglaði inn í landið án samvisku! Að sjálfsögðu var einnig bjór í boði, eins og alltaf í eins árs afmælum... Svo var þessi líka fína ammeríska kaka og alles! Og vitiði hvað! Ég borðaði 3 pylsur, hálfan maísstöngul og stóra kökusneið! Já ég er sko stolt af mér! Afmælisbarnið fékk að sjálfsögðu fullt af fínum gjöfum, svakalega falleg föt og skemmtilegt dót!

Svo fór ég heim með Dóru og Guðnýju í pottinn, svakalega notalegt alveg! Svo ákvað liðið að fara að horfa á Alias eina ferðina enn, svo við þrjár fórum aftur til baka, stelpunara reiðandi hjólin sín og ég bara gangandi, komum við í búð og keyptum ís, jarðaber, súkkulaði til að dýfa þeim í, og íssósu, alltaf stanslaus veisla hér í landinu þar sem offitan var fundin upp! Þar sem enn var ágætisspölur heim ákváðum við Dóra að tvímenna á hjólinu, hún sat á stönginni og ég hjólaði. Jú þetta gekk svo sem ágætlega fyrst en svo kom að því að við þurftum að fara yfir e-a hindrun og Dóra fór af (viljandi). Svo var að reyna að koma okkur aftur af stað, það gekk ekki betur en svo að ég er öll rispuð á kálfanum og hnénu eftir að við duttum inn í pínulítinn runna... og það var ekki í eina skipti sem við duttum, enda varð það niðurstaðan að kannski væri bara öruggara að labba restina, enda vorum við næstum komnar. En það er eins gott að maður fari ekki í sjóinn í bráð, með allar þessar rispur, hákarlarnir myndu halda að það væri verið að taka upp Kill Bill 3 þarna og koma æðandi!!!

Júrovisjón!!!
Hvernig fannst ykkur??!!
Ef ég myndi það, segði ég ykkur, en því miður... talið við Sollu, hún var edrú!
Nei ég er að grínast mar... ég var nú ekki alveg svo slæm!
Að sjálfsögðu var haldið Eurovision partý hér eins og alls staðar annars staðar þar sem fleiri en einn Íslendingur býr! Reyndar byrjaði keppnin kl 12 á hád, en það var bara gaman! Myndin var líka mjög óskýr enda tekin í gegnum netið, mynd og hljóð pössuðu ALDREI saman alla keppnina, hljóðið var fyrst 20 sek á eftir, svo 5 sek á undan og svo... svona gekk þetta endalaust! Við vissum t.d. alltaf hvaða stig hvaða land var að fara að gefa áður en það var sagt því stigið var komið á töfluna löngu áður en við heyrðum hvað viðkomandi sagði. En þetta er bara stemming! Það var líka mjög sniðugt að hafa þetta svona snemma, ég var orðin edrú aftur kl 9 og var þess vegna ekkert þunn í morgun! Stór Plús! Eftir keppnina var grillað og svo farið í pottinn og laugina, mmmmm ljúft að lifa!
Mér fannst Jónsi annars standa sig mjög vel! Var eiginlega hissa á því hvernig lagið kom út, og við fengum þó fleiri stig en fyrir Birtu! Gísli Marteinn alltaf að vera bjartsýnn! Veit aftur á móti lítið um þetta sigurlag... fannst eiginlega Bosnía Hersegóvína hefði átt að vinna... Geðveikur gaur mar!!!

Hey, eitt um Vegas sem ég gleymdi að minnast á!
Teppin á hótelunum/Casinounum.
Þau eru svo ljót.
Ég hef í alvöru sjaldan séð aðra eins smekkleysu! Alveg ótrúlegt! Öll mynstruð, og oft var kannski allt blómamynstrað, nema gangurinn, og hann var svartur með allskonar lituðum doppum... hræðilegt! En annars voru ljósin flott! ;)

Jæja, þá vil ég nota tækifærið og óska Arndísi Dúnu frænku til hamingju með 1 ár afmælið á morgun 17. maí (skrifaði það núna mái). Jónu Rún vil ég einnig óska til hamingju með 22 ára afmælið, í dag, 17. maí (ég segi í dag, því klukkan er orðin 12 hjá henni)! Lifið í lukku stelpur!!! Girl Power!

Comments-[ comments.]

föstudagur, maí 14, 2004

 
Hákarlar, ó já Hákarlar!!!!
Í gær fórum við Jóna á ströndina með Gunna og vini hans, þeirra plan var að sörfa en okkar var að verða brúnar og fá húðkrabbamein eins fljótt og auðið var!
Jú þetta var sko fínt, ég, algjör matsjó óð út í sjó, hann er nebbla ekkert svo voðalega heitur hérna, en vandist fljótt. Ég var svakagella þarna í glampandi sólskini, vaðandi í efnislitlum sundfötum, þangað til hættan barði að dyrum!!!
Ég leit niður og sá 2 hákarla!! Já ég er alveg sannfærð um að þetta voru hákarlar, enda stökk ég af stað til að ná landi sem fyrst, með minni heppni tókst mér samt að fótbrjóta mig og fá risastóran skurð á hnéð, svo blóðið flæddi um allt! Ekki mjög sniðugt þegar maður er að flýja undan mannætuhákörlum!
Ok, ég skal viðurkenna þessi saga var pínu ýkt hjá mér... EF þetta voru hákarlar, þá voru þeir frekar mjög litlir, en þó a.m.k. hálfur metri að lengd, en þeir litu samt út eins og hákarlar... Ég fótbrotnaði ekki heldur meiddi mig í tánum (ég er samt hölt núna!) og ég fékk ekki risatóran skurð, heldur smá skráum sem blæddi ekki úr, nema í mesta lagi hálfum dropa... Já svona reynir maður að krydda líf sitt!
Annars var planið að fara í vatnsrennibrautagarð á eftir, en það er lokað... þvílíkir aular að hafa lokað þarna í þessu góða veðri!!! Svo nú er þetta síðasti dagurinn hennar Jónu í Californiu og við höfum ekkert plan!!! Líklega ætlum við bara að fara niðrí bæ, fundum nebbla svo æðislega kjólabúð það... úff púff, ég sem ætlaði að hætta að versla, þ.e. eftir að ég er búin að finna mér buxur...
Jæja, sæl að sinni!

Hey ég gleymdi næstum!
Ég er virkilega ekki bara sæt!!! Í fyrrakvöld lærði ég spil sem Solla og Gunni eru alltaf að spila og heitir The Settlers of Catan upp á enskuna en Landnemarnir á íslensku, það er svo sem ekkert merkilegt um það að segja nema að Gunni vann... Eeeeen þegar ég spilaði þetta í gær, já, ég veit þið búist ekki við þessu, en ég VANN!!! Og þetta er mjög mikið hugsunarspil... ekki bara heppni, enda er ég ætíð mjög óheppin í spilum, en bara heppnari í ástum, a..m.k. þessa dagana :)


Comments-[ comments.]

þriðjudagur, maí 11, 2004

 
Las Vegas
Part I

Þetta var æði!!! ÆÆÆÆÐI!
Algjör stelpuferð út í gegn!
Við lögðum af stað kl 12 á lau og á leiðinni sáum við þetta líka fína outlet center, svo við URÐUM að stoppa og koma við í GAP þar sem við versluðum eins og vitleysingar! Þetta hefðum við aldrei getað ef karlmenn hefðu verið með í för! Ég keypti mér 3 boli, eina peysu, einn kjól og 2 pils og allt þetta kostaði innan við 10 þús!
Þegar við komum svo til Las Vegas um kl átta, tékkuðum við okkur inn, fórum upp á herb. og skiptum um föt og svo var farið út að borða. Þess má geta að ég keypti mér margarítu kl 9, þremur tímum fyrir miðnætti! Vá, ekkert smá ólöglegt! Kvöldið fór svo í það að rölta um og gambla í spilakössum... nei ekki svo mikið samt!
Á miðnætti, en þá varð ég einmitt 21 fórum við svo á barinn og keyptum okkur stærsta kokteil sem ég hef drukkið, Long Island í mjög flottu glasi, við grunum þó barþjóninn um að hafa svindlað á okkur, því engin okkar nema Guðný fór að finna e-ð á sér eftir að hafa drukkið meira en hálft glasið, það endaði með því að ég hellti afgangnum af mínu þegar ég var ekki búin að koma niður sopa í svona hálftíma, enda virtist maginn minn vera útþaninn alla ferðina, ég borðaði nebbla alltaf alltof mikið!
Við fórum svo bara frekar snemma að sofa, enda þreyttar eftir þessa erfiðu (verslunar)ferð.
Jæja, nú þarf ég að fara að drulla mér í sturtu og fara að gera e-ð spennandi með Jónu!
To be Continued...

Part II

Jæja, nú er maður sestur aftur við tölvuna, við Jóna vorum mjög duglegar í dag, fórum í bæinn að versla og gerðum það vel! Nú eru Jóna, Solla, Gunni og Jón Skírnir vinur þeirra öll að horfa á Alias, mér finnst það ekki skemmtilegt svo ég hangi hér í staðinn...
En allavega, við fórum svo daginn eftir á röltið, skoðuðum önnur hótel, fórum í rússíbana sem var bæ ðe vei einn sá hrikalegasti sem ég hef farið í, mig langaði samt aftur um leið og ég var farin út en gat það ekki því við vorum að flýta okkur upp á hótel til að skipta um föt og hella í okkur smá margaritum og rósavíni upp á herbergi. Svo var ferðinni heitíð á annað hótel sem heitir Rio því þar var sko aðal fjörið, sýning sem nefnist Chippendales. Þar má nebbla sjá þessa líka himnesku karlmenn, 12 stk, fækka fötum, og reyna að vera sexy í leiðinni... Þetta gekk ekkert svaka vel hjá þeim, jú vissulega fækkuðu þeir fötum, en í staðinn fyrir að vera sexy, voru þeir bara bráðfyndnir, ég lá í krampa allan tímann! Ég meina kommon! Eru karlmenn í g-streng, grípandi um punginn á sér virkilega það sem konum finnst sexy?... Nei hélt ekki! Þetta sjóv tók örugglega tvo tíma, mjög flott, og VEL þess virði að sjá! Maður fékk nú aldrei að sjá, já ég ætla bara að segja það, typpin á þeim, en allt annað!
Þarna voru atriði með verkamönnum, gaurum sem skúra þilför á skipum, mjúkum mönnum, já bara allar týpur af mönnum sem þú vilt! Æ, ég er ennþá að hlæja að þessu! Svo eftir sjóvið var hægt að fara og láta taka mynd af sér með þessum folum, og Solla dónalega systir mín vildi endilega fá svona mynd, svo við biðum í röð til þess að fá að komast nær þessum Grísku Guðum Las Vegas. Ég verð nú að viðurkenna að ég keypti mér spilastokk með myndum af þeim og fékk plakat... Get ekki beðið eftir að fá að hengja það upp!

En eftir þetta fórum við á e-n næturklúbb þarna á hótelinu sem hét Bikinis held ég... Frekar leiðinleg tónlist, en ég fékk ekkert að dansa því mér varð svo hrikalega ill í maganum, líklega e-ð sem ég borðaði, en ég sat bara og fylgdist með furðulegu fólki í kringum mig, t.d. gamla perrann sem sat á næsta bás með unga ljósku í fanginu og ruggaði sér og hossaði... veit ekki ennþá hvort e-ð var í gangi eða ekki, og vil helst ekki vita það...
Því næst fórum við heim á hótel og ég fór að sofa, enda maginn í vondu skapi, en stelpurnar fóru að gambla í casinoinu, þær unnu ekki neitt og komu upp fljótlega á eftir mér...

Morguninn eftir settum við allt draslið í bílinn og röltum svo á Feneyjarhótelið sem við vorum búnar að heyra að væri svo rosalega flott, og flott var það, með síki í gegnum það allt og gondólar siglandi. Alveg er ég viss um að Kanar sem koma þarna og í Parísar-hótelið og New york-hótelið sem voru þarna líka hugsa sumir með sér, "nú, ég er búin að sjá Eiffel-turninn og frelsisstyttuna og síkin í Feneyjum í Las Vegas, þá þarf ég varla að fara þangað til að sjá það!".
Eftir Feneyjar fórum við að borða og svo heim á leið. Reyndar tók heimferðin svolítið langan tíma, því við URÐUM að stoppa aftur í outlet center-inu sem við stoppuðum í á leiðinni til Vegas og skoða í fleiri búðir... Æ við erum stelpur for kræing át lát!

Jæja, nú nenni ég ekki að skrifa meir, enda efast ég um að nokkur nenni að lesa þessa rullu! En ef þið nennið því ekki, lesið þá allavega partinn um Chippendales! Og tékkið á heimasíðunni til að sjá myndirnar og þar má einnig sjá uppskriftir, farið í "Fun stuff" og svo "Recipes"! ;)
Comments-[ comments.]

laugardagur, maí 08, 2004

 
Vegas, here we come!
Erum að fara að leggja af stað til Vegas! Jóna kom í gærkvöldi og við kjöftuðum og slúðruðum fram á nótt :)
En allavega, ég á afmæli á morgun en þar sem ég verð að heiman, þá verður ekki hægt að ná í mig. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vilja minnast mín er bent á reikning 162-26-002328, kt 090583-5819!
Og að sjálfsögðu e-mail, fanneysig@hotmail.com

p.s. Ef við rekumst á Elvis, eigum við þá að skila kveðju???
Comments-[ comments.]

föstudagur, maí 07, 2004

 
Frábær linkur!
Allt fínt að frétta, fékk jafnvel smá lit í gær... kannski er það ímyndun...
En allavega, ég vildi bara að þið gætuð notið veðursins hérna með mér svo ég setti inn link sem sýnir veðrið í Santa Barbara, as we speak, en athugið þó að tímamismunurinn er 7 tímar svo t.d. er klukkan bara 20 mín yfir tíu um morgun núna...
Annars er Jóna Rún að koma í kvöld!!! Jeij!!!

Aftur er ég komin á netið... klukkan er tuttugu mín í átta um kvöld og ég vildi bara segja ykkur hvað ég hef verið að gera í dag... Sat í sólinni og las heillengi, svo fór ég ásamt Sollu og Arndísi Dúnu í sund með vinahjónum Sollu og Gunna, því miður er ekki sundlaug hérna hjá Sollu, en þau voru með sundlaug til yfirráða...
Allavega... klukkan sjö í kvöld sat ég á sundlaugarbakkanum og borðaði pizzu og drakk bjór, bara í bikiníi (ég var í bikiníi, ekki bjórinn (Solla misskildi þetta e-ð)... múhahaha

Comments-[ comments.]

fimmtudagur, maí 06, 2004

 
So-ólin, So-ólin allstaðar...
klukkan er rúmlega 1...
Jæja, nú er maður búinn að kíkja á búðirnar hérna, gerði það í gær. Fann alveg slatta sem mig langaði í en ég veit ekki hvað hefur komið fyrir mig... ég keypti ekki neitt!!! Já, þetta er mjög furðulegt... það mætti halda að ég sé farin að spara eða e-ð, en svo er nú ekki, ég hef nú aldrei verið svo skynsöm!
Í dag er ég bara búin að hanga útí sólinni og lesa og reyna að fá smá lit... gengur mjööög hægt... Gabríel, eins árs strákur sem Solla passar c.a. 2x í viku, er í pössun og ég bara hangi úti í stað þess að hjálpa til... og núna hangi ég inni í tölvunni... þetta gengur bara ekki lengur! Best að fara að gera e-ð...
Hey.. það er ekki ský á himni!

Comments-[ comments.]

miðvikudagur, maí 05, 2004

 
God bless America
Kl er hálf sex, þriðjudaginn 4. maí og nú verða sagðar Sólar-fréttir!
Jæja, eins og ég sagði þá gekk þetta rosalega vel... Svaf t.d. alla leiðina frá Minneapolis til LA... Enda var klukkan orðin 2 eða 3 á ísl. tíma þegar ég lagði af stað...
Byrjaði að sjálfsögðu á því að fá mér bjór á flugvellinum í Keflavík, svo var þetta bara allt voða gaman... Ekkert vesen, nema þegar ég var að tékka mig inn í flugvélina til LA sagði gellan sem afgreiddi mig að farangurinn minn kæmist kannski ekki á leiðarenda því ég væri ekki með e-n farangursmiða... en hann kom og þegar ég gáði betur fann ég farangursmiðann á miðanum... heimsku Kanar!
Gunni, maðurinn hennar Sollu kom svo og náði ég mig til LA þar sem síðasta rútan fór um leið og ég lenti... sniðugt kerfi það!
Svo vaknaði maður bara kl sjö í morgun og settist út í morgunmat ásamt Sollu og Arndísi Dúnu sem er bæ ðe vei Algjört krútt! Svo fórum við bara á búðarráp, þ.e. í matvöruverslun o.þ.h.- ekkert merkilegt... En nei ég er ekki orðin ge-egt brún bött æm vörking on itt!
Jóna Rún kemur svo á föstudaginn og verður í viku og þá verður sko fjör! Ætlum að fara til Las Vegas á laugardaginn, ég, Solla, Jóna Rún, og líklega tvær íslenskar stelpur sem búa hérna. Slettum líklega ærlega úr klaufunum því ég verð 21 árs á sunnudaginn, og það þýðir að ég má kaupa áfengi hér í þessu blessaða landi! Gaman að upplifa þetta "ég á afmæli og nú má ég kaupa áfengi" dæmi aftur...
Svo verður Júrovisjon hádegi laugardaginn 15. maí... Tímamismunurinn dæmir mann til þess að fara á fyllerí um miðjan dag... sorglegt...
jæja... nú verð ég að fara að drekka meiri bjór...

Comments-[ comments.]

þriðjudagur, maí 04, 2004

 
Jibbí
Komst án vandræða til USA! Sól og sumar!
Comments-[ comments.]

mánudagur, maí 03, 2004

 
Nauðsynlegar upplýsingar fyrir Frónbúa...
Það var 31°c í Santa Barbara í gær... Hélt þið vilduð vita það! múhahahahahahaha!!!
Comments-[ comments.]

sunnudagur, maí 02, 2004

 
Fanney litla fer til útlanda
Núna eru ákkúrat 25 og hálfur tími þangað til ég fer í loftið!
Hlakka alveg rosa mikið til en er samt hálf-kvíðin líka... Missi örugglega af vélinni frá Minneapolis til LA eða af rútunni frá LA til Santa Barbara- eða gleymi farmiðunum/vegabréfinu/veskinu mínu heima og þarf að snúa við þegar ég er komin til Keflavíkur eða bara e-ð... ég er ekki það heppin að eðlisfari að þetta eigi eftir að ganga upp... Reyndar hugsa ég að fyrst hún mamma gamla gat þetta, þá hlýt ég að geta þetta líka... Ég meina, kommon! Ég hlýt að geta reddað mér á menntaskóla-enskunni minni...

Annars er ég nokkurn veginn búin að pakka- á reyndar eftir að þrífa herbergið en ég nenni því ekki núna- Enda slatti af kössum og töskum hérna inni ennþá...
Nú er það bara að fara í Bónus og versla fyrir Sollu- og þá er þetta alveg að koma hjá mér! Er búin að vera alveg hrikalega löt um helgina hanga uppí rúmi og horfa á bíómyndir eins og mér væri borgað fyrir það... og borða nammi- ég bókstaflega heyrði mig fitna í gær...

Jæja- ég skrifa meira í USA
Comments-[ comments.]

Powered by Blogger