<$BlogRSDURL$>
Ekki bara sæt...

mánudagur, maí 24, 2004

 
Borg Englanna
Jæja, þá er stelpuferðin búin!
Þetta var alveg svaka stuð! Komum á föstudeginum og fórum þá á Hollywood Boulevard og skoðuðum stjörnurnar... Fékk meira að segja mynd af mér með handa- og fótaförum Marylin Monroe... Hún var bara ekkert með minni hendur en ég! Svo kíktum við í nokkrar búðir og ákváðum svo, fyrst við náðum ekki í fólk sem við vildum hitta þarna í LA að fara bara í bíó í Chinese Theater, það var nú bara upplifun út af fyrir sig að labba þar inn... Sáum Troy, sem er mjög góð mynd til þess að sjá í svona flottu bíói, reyndar er hún góð hvort eð er... Mæli með henni!
Eftir Troy fórum við í Victoria's secret... er þetta er ekki e-ð sem bara stelpur gera þá veit ég ekki hvað... fara að versla kl hálf ellefu um kvöld, eftir bíó... :)
Svo var bara haldið af stað í íbúðina, ferðin þangað tók samt örugglega 1 og hálfan tíma, a.m.k. í minningunni...
Daginn eftir var vaknað snemma, og farið á kaffihús með fullt af ljótum sófum og dúfuhreiðri inní. Svo var stefnan tekin á Del Amo, stóra verslunarmiðstöð og vorum við mjög duglegar þar! Þetta var bara á við heilan vinnudag eins og Guðný orðaði það. Svo var farið heim að gera sig að gellum og farið að leita að veitingarstað, fundum nokkra slíka við ströndina, ágætis bryggjuhverfisveitingarstaðahrúga þarna. Eftir að hafa etið nægju okkar fórum við á "næturklúbbinn" sem var fyrir ofan veitingastaðinn, það var eiginlega toppurinn á ferðinni... Fólkið þar inni var svo gamalt að við lækkuðum örugglega meðalaldurinn um 15 ár þegar við gengum þarna inn. Á gólfinu var gamalt par að dansa frekar illa, svo fór það og annað par tók við... Það dansaði mjög dirty... maður fór næstum hjá sér... Okkur leiddist þó ekki, því við gátum sko hlegið eins og vitleysingar að þessu liði... Fórum svo að hugsa um það að við værum 5 stelpur á aldrinum 21-24 á Girls night out í LA og við vorum þarna... já við erum sko greinilega orðnar of gamlar fyrir glaum og glys miðbæjarins...
Spurðum svo þarna á barnum hvort það væri ekki karókí-bar þarna nálægt, svarið var: Nei, þetta er sko flottasti og skemmtilegasti barinn á svæðinu!... Þá féll okkur allur ketill í eld og við forðuðum okkur út... Fundum svo sal með einu tívolítæki og fullt af, æ svona básum þar sem hægt er að vinna ef maður er voðagóður að kasta eða e-ð... Tívolítækið var samt mjög skemmtilegt, svona bollar... Kostaði líka bara 2 dollara, sem er nú mjög lítið!
Fljótlega fórum við svo bara heim að sofa, enda var ekki alveg þess virði að leita að fleirum börum fyrst þessi "nightclub" þarna var sá BESTI! :)
Svo fór dagurinn í dag í smá lautarferð á ströndina, tókum mynd af ALVÖRU lifeguard-bílum og turnum... þetta var ge-egt! Svo var farið og brunað til Önnu og Palla, Íslendinga sem búa í Santa Monica- LA. Þar var spjallað í smá stund, eða alveg þangað til verslunaræðið tók við sér og dró okkur út... Við röltum niður göngugötuna og það voru mjög margar skemmtilegar búðir þarna, ég keypti mér meira að segja gallabuxur og alles, og Ólöf, þó ég sé búin að vera að þræða hinar ýmsu kjólabúðir er ég samt búin að kaupa mér þrennar buxur!!!
Aftur fórum við svo til Önnu og Palla, spjölluðum og drukkum smá bjór... Svo var bara brunað heim!

En btw, HÉR eru myndir síðan í Las Vegas...
Er alveg örugglega að gleyma e-u... en þá skrifa ég það bara seinna!

Comments-[ comments.]

Powered by Blogger