<$BlogRSDURL$>
Ekki bara sæt...

miðvikudagur, júlí 21, 2004

 
Börn smörn....
Vá hvað ég hef verið löt við að skrifa!
Enda ekkert spennandi sem gerist svo sem...
Það var ættarmót um helgina, svaka fjör! Þetta var sem sagt mömmu ætt, reyndar bara amma og afkomendur og svo afkomendur bróður afa. Hafði ekki hitt hluta af liðinu í svo mörg ár að ég hef ekki tölu á því! Margir komnir með börn og maka og alles... Við Halli skelltum okkur á föstudagskvöldið með tjaldvagn og alles, voðalega fannst mér við gift eitthvað, var skíthrædd um að ef ég liti aftur í bílinn væri þar 1-2 stk börn og hundur... svo ég tók ekki sénsinn! Kom svo í ljós þegar við komum á svæðið að þetta hafði bara verið slæm tilfinning, ekkert þarna aftur í nema áfengið :)
Reyndar var alveg slatta af kommentum þar sem ég var mönuð í að koma  með eitt stk barn, svona til að vera eins og hinar systurnar... Jújú, kannski maður skelli sér bara í barneignir, er eitthvað betra að gera? Ekki nenni ég að læra... Bara ekki nefna þetta við Halla, þetta á að koma honum á óvart! (Kannski hann taki eftir því að ég fitni, en þori ekki að minnast á það... tíhí).
Nei vitiði, ég held ég láti bara duga næstu x mörgu árin að fá börn lánuð til að fara í mömmó, þá getur maður skilað þeim aftur þegar maður er kominn með leið á því að vera ábyrgðarfullur einstaklingur! Er einmitt að fara í mömmó á laugardaginn, passa Arndísi Dúnu heilan dag! :) Haldiði að ég geti það? Ætla að reyna að plata Halla með mér í þetta, ekkert gaman að fara í einstæð-móðir-mömmó... ;)

Jæja, annars á bara að slappa af um helgina, þannig að ef þið hafið alveg óstjórnlega þörf fyrir að bjóða mér í villt partý, þá megiði alveg sleppa því... ég vil bara sofa!
Bleble
Fanney móðursjúka

Comments-[ comments.]

Powered by Blogger