<$BlogRSDURL$>
Ekki bara sæt...

þriðjudagur, september 27, 2005

 
Nýr sími... sama númerið!
Búin að kaupa mér nýjan síma! Er samt ennþá með gamla númerið en vil biðja ykkur um að vera dugleg að hringja í mig svo ég geti safnað ykkur aftur í símaskrána mína... enn sem komið er, er ég bara með 9 nr í skránni... sad but true!
síja!
Comments-[ comments.]

sunnudagur, september 25, 2005

 
Lost and found...
Ég er búin að týna símanum mínum... Svo ekki reyna að hafa samband... Er reyndar með heimasíma, 551-5213
Vona að ég finni blessaðan gemsann aftur... hann týndist á Pravda á föstudagskvöldið eftir of marga fría bjóra... Ég sakna hans svo miiiikið! Hver vill líka stela svona gömlum síma?... Hann er orðinn rúmlega tveggja ára og ekkert töff, en ég elska hann samt...
Hann var líka rosa vel merktur, reyndar bara inní, en það ætti ekki að fara framhjá neinum sem opnar hann að eigandinn er J. Fanney Sigurðardóttir, og símanúmerið í Ystu-Vík þar fyrir neðan...
Jæja... ef þið sjáið hann, segið honum þá að koma heim!
Comments-[ comments.]

miðvikudagur, september 21, 2005

 
Klukk... eða klukkur
Var í afmæli í dag!!!
Kata bestasta vinkona á 23 ára afmæli í dag!
Ég borðaði alltof mikið, enda er Kata þessi líka snilldarkokkur.
Við Vilborg gáfum henni eldhúsklukku (ég veit ekki hversu oft ég var búin að skamma hana fyrir að eiga ekki eldhúsklukku), ostahnífa og fleira.
Skemmtilegt... að ég var einmitt að uppgötva að ég var klukkuð af jónu.
Þið vitið líklega hvað það þýðir... þetta klukk dæmi er búið að fara eins og eldur um sinu í bloggheiminum...
Hér kemur það..

1. Ég er búin að horfa á 9 seríur af Friends á tveimur og hálfum mánuði... voðalega töff, enda ég er endalaust að tala um vini mína, Ross, Chandler, Rachel, Monicu, Phoebe og Joey, oft heyrist t.d. Hey krakkar! Vitiði hvað Phoebe gerði í gær?!!

2. Ég er búin að fá blackout oftar en þrisvar á ævinni.

3. Ég er ekki femínisti og langar mest til að verða heimavinnandi húsmóðir í framtíðinni, en rauðsokkurnar eru líklega búnar að skemma það fyrir mér.

4. Þegar ég var c.a. 11 ára kveikti ég, ásamt ónafngreindum frænda mínum, í sinu heima í Ystuvík og eldurinn fór úr böndunum, Við enduðum með því að slökkva í honum með jökkunum okkar og þegar síðasta glóðin var slökknuð, var að giska 6 fermetrar aðeins sviðin jörð (6 fm er ansi mikið!) . Við vildum ekki fyrir okkar litla líf viðurkenna þennan hrikalega glæp fyrir pabba, svo við rifum bara upp gras í grenndinni og settum yfir... Pabbi komst ekki að þessu fyrr en ég var 19 ára og full...

5. Ég kann aldrei neina texta og muldra bara eitthvað með, Alltaf....

Mig langar að klukka mömmu gömlu, Vilborgu, Lindu beib, Baldur, Ólöfu og Ottó.
Ég mun minna ykkur á þetta ef þið standið ykkur ekki!
Comments-[ comments.]

mánudagur, september 19, 2005

 
hahh, hvað lífið getur verið skemmtilegt!
Mér leiðist...
Er samt ekkert leið... mér leiðist bara...
En what ever!
Var að skila ritgerð áðan í stjórnmálafræði um lýðræði... Þetta var án efa lélegasta ritgerð sem ég hef á ævinni skrifað! Veit ekki alveg hvað gerðist... Var svo að tala við krakkana í bekknum og komst að því að allir skrifuðu sína lélegustu ritgerð... Merkilegt hvað háskólinn gerir manni! Maður er bara kominn í 5. bekk í grunnskóla nema með aðeins betri vélritunarhæfileika!
Svo fór ég á djammið um helgina... tvisvar...
Reyndar var ég alveg edrú á laugardagskvöldið, drakk ekki nema 2 bjóra. Enda var tilgangurinn með þvi að fara niðrí bæ ekki sá að labba á staura heldur skemmta Hannesi mínum. Tókst það kannski ekkert alltof vel, en ég gerði mitt besta! Hékk edrú í bænum til kl hálf 4, alveg pottþétt persónulegt met! Reyndar var ég ekki bara að hanga því ég skemmti mér lika alveg ágætlega, dansaði og allt!
En ef þið viljið vita eitthvað um lýðræði, spyrjið mig þá! Ég veit allt um það þótt það hafi kannski ekki sést í ritgerðinni...
Er eiginlega bara að skrifa svo fólk hætti að kvarta yfir skriftarleysi mínu, nú ætla ég að vera dugleg við að drepa ykkur úr leiðindum með innihaldslausum pistlum um líf mitt sem piparjúnku... Er samt ekki tilbúin í samband strax... það er svooo gaman að vera á lausu (ég er samt engin drusla ef þið haldið það..) og þó að ég kvarti stundum yfir karlmannsleysi, þá er ég búin að uppgötva að ég elska sjálfa mig of mikið til að geta farið að deila mér með öðrum :o)
Comments-[ comments.]

laugardagur, september 17, 2005

 
Ringdingaling
Nú er lífið orðið erfitt...
Karlmannsleysið er farið að segja all verulega til sín... Var t.d. í Bónus um daginn að glápa á snakkhilluna og velta fyrir mér hvaða snakk myndi fara best með friendsþáttunum sem ég elska svo mikið þessa dagana (sad, I know) og kom þá ekki þessi myndarlegi maður og fór að glápa líka... (á snakkið, hann leit ekki á mig!). Hann var voða vel til hafður og já, virtist vænlegur til undaneldis við fyrstu sýn... Svo ég, eins desperate og ég er, fór að kíkja á hendina á honum, til að tékka hvort hann væri með hring! Manngreyið var greinilega ekki á þeim buxunum að leyfa mér að sjá á sér alla puttana því ég get svo svarið það að hann reyndi að fela þá! Svo ég fór þá bara hinu megin við hann og kíkti "laumulega" á baugfingurinn... fattaði þá allt í einu hvað ég var að gera og forðaði mér í burtu! Hvað í andsk. ég ætlaði að gera með hjúskaparstöðu hans hef ég ekki hugmynd um... Stökkva á hann og reyna að lokka hann inn á lager bara af því að hann var ekki með hring?! A.m.k. sannaði þetta að ég er orðin ansi... jahh sorgleg!
En annars gengur lífið bara sinn vanagang... maður er dreginn á djamm allar helgar... helst bæði kvöldin...
En allavega... ef þið vitið um einhvern ókvæntan myndarlegan karlmann sem er mér samboðinn, þá endilega hafið samband!
Comments-[ comments.]

þriðjudagur, september 06, 2005

 
Kæri Dr. Phil!
Ég ætlaði að stela smá möffinsbita frá Óla frænda, og hann forðaði sér! Sko bitinn ekki Óli... Hann lét sig detta á hliðina svo ég náði honum ekki lengur! Er þetta sign? Á ég að hætta að borða yfir höfuð eða bara svona fitumat? Jahh... ég veit ekki hvernig ég á að taka þessu?!
Comments-[ comments.]
 
Lífið er svoooo ósanngjarnt!
Ég var búin að skrifa alveg fullt! Ýtti svo á Publish Post, og KABÚMM!!! Allt hvarf! Ég er í fýlu og vil ekki skrifa meira!
Comments-[ comments.]

Powered by Blogger