<$BlogRSDURL$>
Ekki bara sæt...

föstudagur, maí 21, 2004

 
Ég VAR í lífshættu!
20. maí 2004
Nú hef ég sko fréttir að færa!!!
Þetta voru hákarlar!!!
Fanney var ekki bara heimskur túristi, ó nei, Fanney var klár!
Reyndar verð ég að viðurkenna að þeir bíta ekki... hvað þá éta mann eins og mín fyrsta hugmynd var, en samt! Ég er alveg viss um að þeir sem vita að þeir bíta ekki, hlaupa samt í land þegar þeir sjá þá!
Annars er ég bara búin að vera að slappa af undanfarna 2 daga... Fór í sund (hékk á sundlaugabakkanum í von um brúnku, sú von var falsvon) í gær, voðalega notalegt bara, svo var farið og fengið sér þjóðarrétt USA- McDonalds hamborgara, franskar og kók og ís í eftirrétt! (Ég er nokkuð viss um að greyið Halli fær sjokk þegar hann endurheimtir gelluna frá USA, orðin feit og girnileg! En það er bara spennandi...).
Svo var bara e-ð dundað sér fram að háttartíma, við Solla áttum notarlega kvöldstund saman, þ.e. við tvær og freyðivínsflaska. Skoðuðum fartölvur á netinu, en ég er einmitt að hugsa um að fjárfesta í slíkri fyrir heimferðina, ekkert vera að tilkynna tollayfirvöldum það samt...
Reyndar skoðuðum við líka myndavélar á netinu í gær, panta mér líklega eitt stk í kvöld, já maður á endalaust af þessum dollurum- enda er dollarinn búinn að lækka um heila krónu síðan ég kom! Heppin!
Já svo er það bara LA í fyrramálið!
Erum búnar að fá íbúð lánaða og alles, Jonna og Bragi, systkini á níræðisaldri sem búa hér í Santa Barbara eiga íbúð á frábærum stað í LA og voru alveg meira en til í að lána okkur hana- 5 maístjörnur fá þau fyrir það! Vorum annars í kaffi hjá þeim áðan, held barasta að öllum Íslendingum á svæðinu hafi verið boðið, við mættum a.m.k. níu þarna í kaffi, pönnsur með rjóma, fullt af sætabrauði, snakki, gosi og að sjálfsögðu bjór og hvítvín, er alveg vel södd eftir þetta allt saman!
Áður en ég fór í kaffið, skellti ég mér þó á ströndina með Gunna og Bill, en þeir voru að fara að sörfa. Ég vissi betur en svo að hætta mér út í sjóinn (hver veit nema hákarlarnir séu með hundaæði?!) og lá bara á ströndinni og las.
Nú er ég bara orðin drulluþreytt eftir daginn, en klukkan er samt bara að verða hálf níu... veit ekki alveg hvað er í gangi...
Solla systir á svo afmæli á morgun (í dag á íslenskum tíma...)!!! Veit ekki hvort ég eigi að segja ykkur hvað hún er orðin gömul, en hún er 6 árum eldri en ég, og ég er 21 svo giskið bara sjálf!
TIL HAMINGJU MEÐ AFMÆLIÐ SOLLA!

Ég skrifa svo meira þegar ég kem frá LA- vonandi búin að hitta e-n frægan!


Comments-[ comments.]

Powered by Blogger