<$BlogRSDURL$>
Ekki bara sæt...

miðvikudagur, maí 05, 2004

 
God bless America
Kl er hálf sex, þriðjudaginn 4. maí og nú verða sagðar Sólar-fréttir!
Jæja, eins og ég sagði þá gekk þetta rosalega vel... Svaf t.d. alla leiðina frá Minneapolis til LA... Enda var klukkan orðin 2 eða 3 á ísl. tíma þegar ég lagði af stað...
Byrjaði að sjálfsögðu á því að fá mér bjór á flugvellinum í Keflavík, svo var þetta bara allt voða gaman... Ekkert vesen, nema þegar ég var að tékka mig inn í flugvélina til LA sagði gellan sem afgreiddi mig að farangurinn minn kæmist kannski ekki á leiðarenda því ég væri ekki með e-n farangursmiða... en hann kom og þegar ég gáði betur fann ég farangursmiðann á miðanum... heimsku Kanar!
Gunni, maðurinn hennar Sollu kom svo og náði ég mig til LA þar sem síðasta rútan fór um leið og ég lenti... sniðugt kerfi það!
Svo vaknaði maður bara kl sjö í morgun og settist út í morgunmat ásamt Sollu og Arndísi Dúnu sem er bæ ðe vei Algjört krútt! Svo fórum við bara á búðarráp, þ.e. í matvöruverslun o.þ.h.- ekkert merkilegt... En nei ég er ekki orðin ge-egt brún bött æm vörking on itt!
Jóna Rún kemur svo á föstudaginn og verður í viku og þá verður sko fjör! Ætlum að fara til Las Vegas á laugardaginn, ég, Solla, Jóna Rún, og líklega tvær íslenskar stelpur sem búa hérna. Slettum líklega ærlega úr klaufunum því ég verð 21 árs á sunnudaginn, og það þýðir að ég má kaupa áfengi hér í þessu blessaða landi! Gaman að upplifa þetta "ég á afmæli og nú má ég kaupa áfengi" dæmi aftur...
Svo verður Júrovisjon hádegi laugardaginn 15. maí... Tímamismunurinn dæmir mann til þess að fara á fyllerí um miðjan dag... sorglegt...
jæja... nú verð ég að fara að drekka meiri bjór...

Comments-[ comments.]

Powered by Blogger