<$BlogRSDURL$>
Ekki bara sæt...

föstudagur, maí 14, 2004

 
Hákarlar, ó já Hákarlar!!!!
Í gær fórum við Jóna á ströndina með Gunna og vini hans, þeirra plan var að sörfa en okkar var að verða brúnar og fá húðkrabbamein eins fljótt og auðið var!
Jú þetta var sko fínt, ég, algjör matsjó óð út í sjó, hann er nebbla ekkert svo voðalega heitur hérna, en vandist fljótt. Ég var svakagella þarna í glampandi sólskini, vaðandi í efnislitlum sundfötum, þangað til hættan barði að dyrum!!!
Ég leit niður og sá 2 hákarla!! Já ég er alveg sannfærð um að þetta voru hákarlar, enda stökk ég af stað til að ná landi sem fyrst, með minni heppni tókst mér samt að fótbrjóta mig og fá risastóran skurð á hnéð, svo blóðið flæddi um allt! Ekki mjög sniðugt þegar maður er að flýja undan mannætuhákörlum!
Ok, ég skal viðurkenna þessi saga var pínu ýkt hjá mér... EF þetta voru hákarlar, þá voru þeir frekar mjög litlir, en þó a.m.k. hálfur metri að lengd, en þeir litu samt út eins og hákarlar... Ég fótbrotnaði ekki heldur meiddi mig í tánum (ég er samt hölt núna!) og ég fékk ekki risatóran skurð, heldur smá skráum sem blæddi ekki úr, nema í mesta lagi hálfum dropa... Já svona reynir maður að krydda líf sitt!
Annars var planið að fara í vatnsrennibrautagarð á eftir, en það er lokað... þvílíkir aular að hafa lokað þarna í þessu góða veðri!!! Svo nú er þetta síðasti dagurinn hennar Jónu í Californiu og við höfum ekkert plan!!! Líklega ætlum við bara að fara niðrí bæ, fundum nebbla svo æðislega kjólabúð það... úff púff, ég sem ætlaði að hætta að versla, þ.e. eftir að ég er búin að finna mér buxur...
Jæja, sæl að sinni!

Hey ég gleymdi næstum!
Ég er virkilega ekki bara sæt!!! Í fyrrakvöld lærði ég spil sem Solla og Gunni eru alltaf að spila og heitir The Settlers of Catan upp á enskuna en Landnemarnir á íslensku, það er svo sem ekkert merkilegt um það að segja nema að Gunni vann... Eeeeen þegar ég spilaði þetta í gær, já, ég veit þið búist ekki við þessu, en ég VANN!!! Og þetta er mjög mikið hugsunarspil... ekki bara heppni, enda er ég ætíð mjög óheppin í spilum, en bara heppnari í ástum, a..m.k. þessa dagana :)


Comments-[ comments.]

Powered by Blogger