<$BlogRSDURL$>
Ekki bara sæt...

mánudagur, maí 17, 2004

 
Afmæli og Júrovisjón!
Hlustið kæru vinir ég skal segja ykkur sögu...
Nei bara að plata!!! Þetta er ekki beint saga, heldur svona tuð...
Í dag, 16. maí (ég er með e-a fötlun þessa dagana sem lætur mig alltaf skrifa máí... bæði í tölvu sem handskrifandi, furðulegt mál!) var afmælisveislan hennar Arndísar Dúnu! Þetta var alveg brilliant dæmi, haldið í garðinum hérna hjá Sollu og Gunna, með gasblöðrum (sem við Árdís keyptum (Árdís er íslensk stelpa sem býr hérna í CA)), svaka flottum HAPPY BIRTHDAY borða, íslenskum SS-pylsum, remúlaði, steiktum lauk og SS-pylsusinnepi en þessi matur var e-ð sem ég smyglaði inn í landið án samvisku! Að sjálfsögðu var einnig bjór í boði, eins og alltaf í eins árs afmælum... Svo var þessi líka fína ammeríska kaka og alles! Og vitiði hvað! Ég borðaði 3 pylsur, hálfan maísstöngul og stóra kökusneið! Já ég er sko stolt af mér! Afmælisbarnið fékk að sjálfsögðu fullt af fínum gjöfum, svakalega falleg föt og skemmtilegt dót!

Svo fór ég heim með Dóru og Guðnýju í pottinn, svakalega notalegt alveg! Svo ákvað liðið að fara að horfa á Alias eina ferðina enn, svo við þrjár fórum aftur til baka, stelpunara reiðandi hjólin sín og ég bara gangandi, komum við í búð og keyptum ís, jarðaber, súkkulaði til að dýfa þeim í, og íssósu, alltaf stanslaus veisla hér í landinu þar sem offitan var fundin upp! Þar sem enn var ágætisspölur heim ákváðum við Dóra að tvímenna á hjólinu, hún sat á stönginni og ég hjólaði. Jú þetta gekk svo sem ágætlega fyrst en svo kom að því að við þurftum að fara yfir e-a hindrun og Dóra fór af (viljandi). Svo var að reyna að koma okkur aftur af stað, það gekk ekki betur en svo að ég er öll rispuð á kálfanum og hnénu eftir að við duttum inn í pínulítinn runna... og það var ekki í eina skipti sem við duttum, enda varð það niðurstaðan að kannski væri bara öruggara að labba restina, enda vorum við næstum komnar. En það er eins gott að maður fari ekki í sjóinn í bráð, með allar þessar rispur, hákarlarnir myndu halda að það væri verið að taka upp Kill Bill 3 þarna og koma æðandi!!!

Júrovisjón!!!
Hvernig fannst ykkur??!!
Ef ég myndi það, segði ég ykkur, en því miður... talið við Sollu, hún var edrú!
Nei ég er að grínast mar... ég var nú ekki alveg svo slæm!
Að sjálfsögðu var haldið Eurovision partý hér eins og alls staðar annars staðar þar sem fleiri en einn Íslendingur býr! Reyndar byrjaði keppnin kl 12 á hád, en það var bara gaman! Myndin var líka mjög óskýr enda tekin í gegnum netið, mynd og hljóð pössuðu ALDREI saman alla keppnina, hljóðið var fyrst 20 sek á eftir, svo 5 sek á undan og svo... svona gekk þetta endalaust! Við vissum t.d. alltaf hvaða stig hvaða land var að fara að gefa áður en það var sagt því stigið var komið á töfluna löngu áður en við heyrðum hvað viðkomandi sagði. En þetta er bara stemming! Það var líka mjög sniðugt að hafa þetta svona snemma, ég var orðin edrú aftur kl 9 og var þess vegna ekkert þunn í morgun! Stór Plús! Eftir keppnina var grillað og svo farið í pottinn og laugina, mmmmm ljúft að lifa!
Mér fannst Jónsi annars standa sig mjög vel! Var eiginlega hissa á því hvernig lagið kom út, og við fengum þó fleiri stig en fyrir Birtu! Gísli Marteinn alltaf að vera bjartsýnn! Veit aftur á móti lítið um þetta sigurlag... fannst eiginlega Bosnía Hersegóvína hefði átt að vinna... Geðveikur gaur mar!!!

Hey, eitt um Vegas sem ég gleymdi að minnast á!
Teppin á hótelunum/Casinounum.
Þau eru svo ljót.
Ég hef í alvöru sjaldan séð aðra eins smekkleysu! Alveg ótrúlegt! Öll mynstruð, og oft var kannski allt blómamynstrað, nema gangurinn, og hann var svartur með allskonar lituðum doppum... hræðilegt! En annars voru ljósin flott! ;)

Jæja, þá vil ég nota tækifærið og óska Arndísi Dúnu frænku til hamingju með 1 ár afmælið á morgun 17. maí (skrifaði það núna mái). Jónu Rún vil ég einnig óska til hamingju með 22 ára afmælið, í dag, 17. maí (ég segi í dag, því klukkan er orðin 12 hjá henni)! Lifið í lukku stelpur!!! Girl Power!

Comments-[ comments.]

Powered by Blogger