<$BlogRSDURL$>
Ekki bara sæt...

þriðjudagur, maí 11, 2004

 
Las Vegas
Part I

Þetta var æði!!! ÆÆÆÆÐI!
Algjör stelpuferð út í gegn!
Við lögðum af stað kl 12 á lau og á leiðinni sáum við þetta líka fína outlet center, svo við URÐUM að stoppa og koma við í GAP þar sem við versluðum eins og vitleysingar! Þetta hefðum við aldrei getað ef karlmenn hefðu verið með í för! Ég keypti mér 3 boli, eina peysu, einn kjól og 2 pils og allt þetta kostaði innan við 10 þús!
Þegar við komum svo til Las Vegas um kl átta, tékkuðum við okkur inn, fórum upp á herb. og skiptum um föt og svo var farið út að borða. Þess má geta að ég keypti mér margarítu kl 9, þremur tímum fyrir miðnætti! Vá, ekkert smá ólöglegt! Kvöldið fór svo í það að rölta um og gambla í spilakössum... nei ekki svo mikið samt!
Á miðnætti, en þá varð ég einmitt 21 fórum við svo á barinn og keyptum okkur stærsta kokteil sem ég hef drukkið, Long Island í mjög flottu glasi, við grunum þó barþjóninn um að hafa svindlað á okkur, því engin okkar nema Guðný fór að finna e-ð á sér eftir að hafa drukkið meira en hálft glasið, það endaði með því að ég hellti afgangnum af mínu þegar ég var ekki búin að koma niður sopa í svona hálftíma, enda virtist maginn minn vera útþaninn alla ferðina, ég borðaði nebbla alltaf alltof mikið!
Við fórum svo bara frekar snemma að sofa, enda þreyttar eftir þessa erfiðu (verslunar)ferð.
Jæja, nú þarf ég að fara að drulla mér í sturtu og fara að gera e-ð spennandi með Jónu!
To be Continued...

Part II

Jæja, nú er maður sestur aftur við tölvuna, við Jóna vorum mjög duglegar í dag, fórum í bæinn að versla og gerðum það vel! Nú eru Jóna, Solla, Gunni og Jón Skírnir vinur þeirra öll að horfa á Alias, mér finnst það ekki skemmtilegt svo ég hangi hér í staðinn...
En allavega, við fórum svo daginn eftir á röltið, skoðuðum önnur hótel, fórum í rússíbana sem var bæ ðe vei einn sá hrikalegasti sem ég hef farið í, mig langaði samt aftur um leið og ég var farin út en gat það ekki því við vorum að flýta okkur upp á hótel til að skipta um föt og hella í okkur smá margaritum og rósavíni upp á herbergi. Svo var ferðinni heitíð á annað hótel sem heitir Rio því þar var sko aðal fjörið, sýning sem nefnist Chippendales. Þar má nebbla sjá þessa líka himnesku karlmenn, 12 stk, fækka fötum, og reyna að vera sexy í leiðinni... Þetta gekk ekkert svaka vel hjá þeim, jú vissulega fækkuðu þeir fötum, en í staðinn fyrir að vera sexy, voru þeir bara bráðfyndnir, ég lá í krampa allan tímann! Ég meina kommon! Eru karlmenn í g-streng, grípandi um punginn á sér virkilega það sem konum finnst sexy?... Nei hélt ekki! Þetta sjóv tók örugglega tvo tíma, mjög flott, og VEL þess virði að sjá! Maður fékk nú aldrei að sjá, já ég ætla bara að segja það, typpin á þeim, en allt annað!
Þarna voru atriði með verkamönnum, gaurum sem skúra þilför á skipum, mjúkum mönnum, já bara allar týpur af mönnum sem þú vilt! Æ, ég er ennþá að hlæja að þessu! Svo eftir sjóvið var hægt að fara og láta taka mynd af sér með þessum folum, og Solla dónalega systir mín vildi endilega fá svona mynd, svo við biðum í röð til þess að fá að komast nær þessum Grísku Guðum Las Vegas. Ég verð nú að viðurkenna að ég keypti mér spilastokk með myndum af þeim og fékk plakat... Get ekki beðið eftir að fá að hengja það upp!

En eftir þetta fórum við á e-n næturklúbb þarna á hótelinu sem hét Bikinis held ég... Frekar leiðinleg tónlist, en ég fékk ekkert að dansa því mér varð svo hrikalega ill í maganum, líklega e-ð sem ég borðaði, en ég sat bara og fylgdist með furðulegu fólki í kringum mig, t.d. gamla perrann sem sat á næsta bás með unga ljósku í fanginu og ruggaði sér og hossaði... veit ekki ennþá hvort e-ð var í gangi eða ekki, og vil helst ekki vita það...
Því næst fórum við heim á hótel og ég fór að sofa, enda maginn í vondu skapi, en stelpurnar fóru að gambla í casinoinu, þær unnu ekki neitt og komu upp fljótlega á eftir mér...

Morguninn eftir settum við allt draslið í bílinn og röltum svo á Feneyjarhótelið sem við vorum búnar að heyra að væri svo rosalega flott, og flott var það, með síki í gegnum það allt og gondólar siglandi. Alveg er ég viss um að Kanar sem koma þarna og í Parísar-hótelið og New york-hótelið sem voru þarna líka hugsa sumir með sér, "nú, ég er búin að sjá Eiffel-turninn og frelsisstyttuna og síkin í Feneyjum í Las Vegas, þá þarf ég varla að fara þangað til að sjá það!".
Eftir Feneyjar fórum við að borða og svo heim á leið. Reyndar tók heimferðin svolítið langan tíma, því við URÐUM að stoppa aftur í outlet center-inu sem við stoppuðum í á leiðinni til Vegas og skoða í fleiri búðir... Æ við erum stelpur for kræing át lát!

Jæja, nú nenni ég ekki að skrifa meir, enda efast ég um að nokkur nenni að lesa þessa rullu! En ef þið nennið því ekki, lesið þá allavega partinn um Chippendales! Og tékkið á heimasíðunni til að sjá myndirnar og þar má einnig sjá uppskriftir, farið í "Fun stuff" og svo "Recipes"! ;)
Comments-[ comments.]

Powered by Blogger