<$BlogRSDURL$>
Ekki bara sæt...

föstudagur, apríl 29, 2005

 
Af hverju brosirðu svona?
Vitiði hvað ég er búin að vera stressuð undanfarið?! Vitið þið það?!! Hef varla sofnað á kvöldin vegna ótta um að fjárhagurinn væri í rúst! Málið er nefnilega að af því að ég er svo frek og labbaði bara út, í stað þess að segja upp kurteisislega og vinna minn þriggja mánaða uppsagnarfrest, þá mátti Penninn, undir dyggri stjórn yfirmanns míns, sleppa því að borga mér þau laun sem ég átti inni, OG orlofið mitt... þ.e. einn og hálfan mánuð! úff... ég var að sleppa mér í stressinu...
En svo kom útborgunardagur, þ.e. dagurinn í dag! Og ég fékk allt útborgað.... Þvílík gleði!
Er annars komin með vinnu...
Ekkert spennandi... bara lagervinnu... nenni ekki að tala um það núna.

Hafið þið hugsað um eitt? Það er mjög asnalega að vera einn á gangi út á götu og fatta svo allt í einu að maður er að brosa... mætir einhverjum, og maður er ekki að brosa til hans, heldur bara brosa út í bláinn, kannski er maður að fatta brandara (kemur ekki fyrir mig, ég fatta alla brandara strax, nema þá sem ég fatta aldrei, en það eru bara lélegir brandarar), eða bara að rifja upp eitthvað ótrúlega broslegt...
Stend sjálfa mig stundum að þessu, finnst það alltaf jafn vandræðalegt. Ekki það að maður eigi að strunsa áfram með þóttasvip... en það er nú millivegur!
Mætti svo gaur um daginn... Hann brosti svona kjánalega... fyrst datt mér í hug að ég væri með krot á enninu... svo gat það ekki verið enda er ég fúllkómín! En allavegana... mér fannst þetta ansi krípí...

Já... sæl að sinni!
Comments-[ comments.]

miðvikudagur, apríl 20, 2005

 
Sönnun á "ekki bara sæt" titlinum:
Hellú kæri alheimur...
Já nú hefur ýmislegt gerst!
Þannig er mál með vexti að ég hef í nokkurn tíma verið að biðja yfirmanninn minn um að flytja mig inn í "bækurnar" en þá myndi ég byrja kl 8 eins og venjulegt fólk, en ekki kl 5 eins og klikkaða fólkið. Ég er nefnilega orðin alveg Hrikalega þreytt og þung (andlega að sjálfsögðu, ég er alltaf jafn sæt og mjó!) af þessum vinnutíma. Svarið sem ég fékk var alltaf: Við ætlum ekkert að bæta við núna en ég skal skoða málið. Svo var það: Það er verið að fara að breyta þarna inni og þá losnar líklega eitt starf.
Sú sem vinnur í bókunum var líka búin að biðja um aðra manneskju þarna inn nokkrum sinnum og hafði alltaf mælt með mér, enda náðum við mjög vel saman og ég er búin að vera mjög mikið að vinna þar inni undanfarið, stundum heilu dagana og vikuna (alltaf bara send þangað þegar lítið var að gera í tínslunni, og ég þurfti að vakna jafn snemma) svo ég kunni flest allt sem kunna þurfti.
Ég var nú ekkert rosalega bjartsýn á að þessar breytingar færu í gegn áður en ég myndi hætt í haust, en svo gerðist það, bókaaðstöðunni var breytt á laugardaginn og þá varð ég aðeins glaðari. En á mánudaginn frétti ég að þessi blessaði yfirmaður minn hafi verið að ráða nýja stelpu inn, og í hvaða starf??? Bækurnar mínar!!! Ég trompaðist... tókst svo að róa mig aftur niður og fór inn á skrifstofuna og spurði hvort þetta væri rétt sem ég heyrði... Já seisei... og ástæðurnar sem hann gaf mér fyrir að hafa gengið svona fram hjá mér voru þær að stúlkan væri bara ráðin inn í sumar og hann vissi ekki að ég ætlaði að hætta í haust... (hinn undiryfirmaðurinn sem var með í ráðum vissi það mjög vel) og þau (yfir- og undiryfirmaðurinn) vildu ekki missa mig úr því starfi sem ég er í núna. Ég trompaðist aftur, hef ekki orðið svona reið út af e-u sem gert er á minn hlut síðan... æ það er of persónulegt til að segja hér... a.m.k. í 3 ár! Mér tókst svo á mjög stuttum tíma að útlista það hvað mér þætti þetta hrikalega illa gert og siðlaust og ég veit ekki hvað og hvað. Þá fékk ég snilldarsvar: Nú? þú ættir nú bara að vera ánægð með það að þér sé treyst svona vel í núverandi starfi!? Nei ég var sko ekkert ánægð með það, ekki á þessum djöfulsins (afsakið orðbragðið lesendur góðir) launum, svo skellti ég á eftir mér. Til að gera langa sögu stutta, tók ég þá ákvörðun að ganga út, kvaddi samstarfsfólkið mitt sem ég á eftir að sakna alveg helling, tók mitt hafurtask og sagðist ekki ætla að mæta á morgun og bara ekkert eftir það heldur! strunsaði svo út með þóttasvip á andlitinu, til þess eins að komast að því að ég ætti ekki fyrir strætó... hehe reddaði því samt fljótt :)
Já, ég er nú greinilega ekki eins mikill kelling eins og ég hélt! Veit reyndar alveg að ef ég hefði ekki gengið út þarna í reiði minni og svekkelsi, þá hefði ég líklega látið þetta yfir mig ganga... en þetta gat ég og stend enn við það! Það leiðinlega er að mér líkaði alltaf ágætlega við þennan yfirmann minn, en svona er þetta.
Ég veit ekki enn hvers vegna þetta var gert, þ.e. ég látin hanga svona í voninni og svo bara látið eins og ég væri ekki til, en hver veit, kannski er bara verið að kenna mér að þola karlmenn enn minn en ég geri? ;) hehe ég er svo bitur!
En þau misstu mig amk hvort sem er úr tínslunni, þ.e. vinnunni sem ég var í OG þurfa að þjálfa tvær manneskjur inn á lagerinn í stað einnar! múhahaha!
En allavega... vitiði um vinnu handa mér? Get byrjað strax... hehehe
Comments-[ comments.]

Powered by Blogger