<$BlogRSDURL$>
Ekki bara sæt...

föstudagur, apríl 29, 2005

 
Af hverju brosirðu svona?
Vitiði hvað ég er búin að vera stressuð undanfarið?! Vitið þið það?!! Hef varla sofnað á kvöldin vegna ótta um að fjárhagurinn væri í rúst! Málið er nefnilega að af því að ég er svo frek og labbaði bara út, í stað þess að segja upp kurteisislega og vinna minn þriggja mánaða uppsagnarfrest, þá mátti Penninn, undir dyggri stjórn yfirmanns míns, sleppa því að borga mér þau laun sem ég átti inni, OG orlofið mitt... þ.e. einn og hálfan mánuð! úff... ég var að sleppa mér í stressinu...
En svo kom útborgunardagur, þ.e. dagurinn í dag! Og ég fékk allt útborgað.... Þvílík gleði!
Er annars komin með vinnu...
Ekkert spennandi... bara lagervinnu... nenni ekki að tala um það núna.

Hafið þið hugsað um eitt? Það er mjög asnalega að vera einn á gangi út á götu og fatta svo allt í einu að maður er að brosa... mætir einhverjum, og maður er ekki að brosa til hans, heldur bara brosa út í bláinn, kannski er maður að fatta brandara (kemur ekki fyrir mig, ég fatta alla brandara strax, nema þá sem ég fatta aldrei, en það eru bara lélegir brandarar), eða bara að rifja upp eitthvað ótrúlega broslegt...
Stend sjálfa mig stundum að þessu, finnst það alltaf jafn vandræðalegt. Ekki það að maður eigi að strunsa áfram með þóttasvip... en það er nú millivegur!
Mætti svo gaur um daginn... Hann brosti svona kjánalega... fyrst datt mér í hug að ég væri með krot á enninu... svo gat það ekki verið enda er ég fúllkómín! En allavegana... mér fannst þetta ansi krípí...

Já... sæl að sinni!
Comments-[ comments.]

Powered by Blogger