<$BlogRSDURL$>
Ekki bara sæt...

mánudagur, júní 28, 2004

 
Seint skrifa sumir...
Jæja...
Margt búið að gerast síðan síðast!
Fór á þetta líka fína eins árs reunion með ma-liðinu... Bekkurinn minn fór í Vaglaskóg á íslenskt fyllerí á þriðjudeginum 15. júní og svo var hátíðin sjálf 16. júní, þar sem ég þurfti að taka niður hvíta kollinn... þvílík sorg! Svo var farið niðrí bæ á Kaffi Ak og djammað fram á morgun. Að sjálfsögðu með húfuna, því ég gat ekki tekið hana af sökum afleitrar hárgreiðslu... :)
Svo fékk ég frí á föstudaginn og gat farið á skerið að hitta mömmu og Þröst og hitt liðið. Reyndar lenti ég í vinnu á laugardeginum hjá Gumma í Lundi, og var að vinna í 13 og hálfan tíma- fínt helgarfrí það! Svo var ættarmót núna um helgina, á Hrafnagili, mjög góð mæting og fínn matur! Mikið sungið og spilað á gítar... ég snerti reyndar ekki gítarinn, enda frekar örvhent og því veit ég aldrei hvernig hann á að snúa... :)
Það var samt voðalega gott að koma heim, ekki eins gott að vakna kl 4 í morgun, en svona er lífið...
Annars ekkert að frétta held ég... Metallica tónleikarnir framundan og svo bara hangs...
Fyrirgefið hvað þetta var leiðinlegt blogg... en kommon, klukkan er bara að verða hálf átta!
Comments-[ comments.]

fimmtudagur, júní 10, 2004

 
Ok ég skal skrifa!!
Ferðin gekk bara vel! Smá tafir reyndar, en núna er mér orðið slétt sama! Komst í gegnum tollinn með allt góssið! :) Sá mest eftir því að hafa ekki keypt vodka handa pabba!
En já, ég er flutt inn í nýju fínu íbúðina mína! Og er svo sannarlega ekki ein! Ónei! Alltaf gestir, allan sólarhringinn! Af öllum stærðum og gerðum skal ég segja ykkur... þetta eru reyndar ekki skemmtilegir gestir, heldur ógeðslegar bjöllur (tegundir sem ég hef aldrei séð áður!), kóngulær og nokkrar flugur... mmm...
Já... annars var verið að kveikja í bílnum hennar Önnu Kristine... einhver brjálaður aðdáandi?... haldiði það?
Annars eru helstu fréttirnar þær, að ég svaf í tæpa 12 tíma í "nótt"! (Já Solla og Gunni, nú geng ég alveg fram af ykkur) Ég fór í heimsókn til Aðalbjargar eftir vinnu og kom heim að verða hálf fjögur, ákvað að leggja mig í 2 tíma því ég var svo geðveikt þreytt og rumskaði ekki fyrr en síminn hringdi kl hálf 10 um kvöldið, úff hvað mér brá! Svo var ég bara svo geðveikt þreytt að ég fór bara að sofa fljótlega aftur... og vaknaði við klukkuna kl 4 í nótt... (oftast kalla ég þetta 4 í morgun, en sumir fatta ekki alveg hvað ég er að meina...)
Ekkert slúður held ég! Því miður Jóna Rún mín! Jú það styttist í reunion! Flýg suður 15. og kem aftur 17. Vá hvað ég hlakka til! Það verður sko geðveikt djamm á þriðjudagskvöldið oooog miðvikud.kv.! Reyndar er ég líka að fara að djamma á morgun... Vinnan ætlar að fara og djúsa í Hvalfirði... Svo er ég líklega að fara í 2 partý með Halla á lau... og ekki nenni ég að vera edrú þar... já ég er að breytast í róna! Hey! Ætti kannski að breyta nafninu í Rónasína Fanney... Jebb, það væri flott...!
Jæja, er ég búin að skrifa nóg af bulli? Vona það, því hver veit hvenær ég nenni að skrifa næst! Er nebbla ekki með tengingu heima, annars væri ég ALLTAF að skrifa, enda ekkert betra að gera!
Comments-[ comments.]

Powered by Blogger