<$BlogRSDURL$>
Ekki bara sæt...

miðvikudagur, apríl 28, 2004

 
California dreaming
Já nú styttist í "útförina" skal ég segja ykkur! Fer út um miðan dag á mánudag! Hlakka alveg slatta til en nenni samt ekki að gera allt sem ég þarf að gera áður en ég fer- t.d. pakka niður öllu draslinu mínu því ég er að fara að flytja út frá Jónu og Óla...
Bæ ðe vei... vitiði um e-n stað til að geyma nokkra kassa á í a.m.k. mánuð? Þetta er ekkert svo mikið og ég er reiðubúin að borga sanngjarnt verð fyrir plássið...t.d. 5000 kall...
Svo ef þið viljið vinna ykkur inn smá aukapening- skattfrjálsan, þá væri ég mjöööög þakklát :o)
Annars er allt fínt að frétta- fór til Ak um helgina í 2 stk fermingarveislur- svaka gaman að borða ;)
Svo var djamm á lau. með Jónu Björk, Hannesi frænda og fleirum góðum Akureyringum... Jet black Joe var í Sjallanum og virkilega sorglega fáir þar... Eins og þeir eru góðir... skil ekki alveg hvað er að gerast! Vil annars þakka Jónu og Hannesi fyrir gistinguna :)
Sjáumst síðar!
Comments-[ comments.]

fimmtudagur, apríl 15, 2004

 
Betra er hús í ólagi en ekkert hús...
Jeij!!! Ég er loksins komin aftur heim! Fór norður um páskana eins og sumum er líklega kunnugt um- Fór á ekta akureyskt djamm á miðvikudaginn með Evu Björk og Valla- Kaffi Ak var alveg að gera það!
Svo á Kópaskeri tókst mér að næla mér í ælupest svo allur laugardagurinn fór í það að vera mjög illt og páskadagur í það að vera pínu illt- mælikvarði á hversu illt mér var: mamma besta gaf mér páskaegg frá Nóa-Siríus nr. 2 og ég gerði 3 tilraunir yfir daginn til þess að borða það... hvað segir það ykkur? Ég er nú ekki vön því að leifa súkkulaði sko!
En allavega...þegar ég kom aftur suður var mér bannað að koma heim... Jóna og Óli höfðu e-ð truflast og ráðist á alveg saklausan vegg í eldhúsinu og rifið hann niður- því fylgdu ýmis vandkvæði svo sem 2 sm munur á gólfi í eldhúsi og á gangi svo þá þurfti að "flota" allt gólfið og sonna... a.m.k. komst ég inn í herbergið mitt í fyrsta skipti síðan á miðvikudaginn síðasta í dag og er alveg voða ánægð með það- þrátt fyrir að íbúðin sé í rúst og vart íbúðarhæf, en það er bara spennandi- svona útilegufílingur!
Sem betur fer eigum við Jóna rosalega góða vinnufélaga sem skutu yfir okkur skjólshúsi- Þ.e. Jóna, Óli og Álfheiður fluttu inn á Önnu Dóru og fjölskyldu og ég inn á Halla, myndarlega vinnufélagann...
Ég er sem sagt komin heim en Jóna og CO eru farin norður á Kópasker í fermingu Birkis, bróður Óla. Svo ég verð ein heima um helgina-
ykkur er öllum boðið í heimsókn, ef ykkur er sama þó ísskápurinn sé tómari en allt og einu sætin eru gólfið í stofunni... ;o)

Hef svo sem ekkert merkilegt að segja ykkur... Jú ég fékk sendibréf frá Ólöfu vinkonu minni í Danmörku um daginn- alltaf gaman að fá svona alvörubréf með frímerki og öllu, sérstaklega fyrir fyrrverandi frímerkjasafnara eins og mig!

Jæja- skrifa meira seinna! Lovja!
Ykkar Fanney beib með meiru

Comments-[ comments.]

mánudagur, apríl 05, 2004

 
...Leti er holl...
Ég veit ég er búin að vera löt...
Ég hef afsökun... Ég er búin að vera of upptekin við það að þræða kaffihús bæjarins með myndarlegum karlmanni svo ég segi nú ekki meir...
Fór annars í sumarbústað á laugardaginn, svaka stuð, entist samt ekki eins lengi og í frumsýningarpartýunum í "gamla daga" þrátt fyrir heitan pott- en ég var a.m.k. ekki sofnuð fyrir miðnætti!
Ætla svo sem ekki að skrifa mikið núna- er að fara að horfa á video...
EN... Baldur vinur minn verður 21 árs á morgun, 6. apríl! Til hamingju með það Baldur minn :)
Og Ottó... Æm nott afreid off jú!
Hey! Ég er að fara norður á miðvikudaginn!!! Alla leið á Skerið! :)
síja leiter!

Comments-[ comments.]

Powered by Blogger