<$BlogRSDURL$>
Ekki bara sæt...

föstudagur, janúar 30, 2004

 
Mamma gærdagsins
Þið áhangendur síðunnar minnar hafið líklegast saknað þess að ekkert hefur verið skrifa alveg ótrúlega lengi er það ekki??! Í gær var ég nefnilega "mamma með enga mjólk í brjóstunum" frá klukkan 3 til 10! Sonur minn hét Lárus Ármann og ástæðan fyrir þessu var sú að Laufey (alvöru mamman með mjólkina í brjóstunum) var e-ð bækluð og þurfti þess vegna til svoleiðis læknis og svo í bíó (bíóferðin var þó ekki vegna bæklunarinnar)... Þetta var alveg ótrúlega auðvelt! Ég skil ekki hvað foreldrar eru að kvarta! :) Eva Lind var svo góð að koma með Subway handa mér um kvöldið og við horfðum svo bara á video því drengurinn svaf svo vært (a.m.k. mest allan tímann). Ég komst samt að því að þessi frændi minn er ekkert ólíkur öðrum karlmönnum- Ef hann kvartar tekur maður hann bara úr buxunum og þá verður hann voðalega ánægður!
Í dag var svo Sjoppudagur í vinnunni. Reyndar er hann alltaf fyrsta föstudag í mánuði, en þar sem það var útborgunardagur í dag þá ákváðum við að það væri mjög sniðugt að fara bara líka í dag... Efast samt e-n veginn um að það verði farið næsta föstudag þar sem Jóna systir er mjög mikil bremsa á sjoppuferðirnar mínar, segir að ég hafi bara ekki gott af þessu! Ég vann í sjoppu í 3 ár og veit mín takmörk (sem eru bæ ðe vei ekki svo lág)! Mér finnst þetta a.m.k. mjög skemmtileg hefð og það er alveg ótrúlegt hvað það er miklu meira tilhlökkunarefni heldur en þegar ég ákveð (oftast ef Jóna er ekki í vinnunni) að fara í sjoppuna daginn eftir (Það er e-ð svo leiðinlegt að koma með nesti fyrir einn... ;). Eftir vinnu fór ég svo að hanga í Kringlunni og skoða í búðir... Veit samt ekki hvað ég var að spá, ég finn aldrei neitt til þess að kaupa þótt viljinn sé fyrir hendi! Reyndar var undantekning á reglunni í dag þar sem ég kom heim með þessa líka svakalegu gellukápu. Ég er samt ekki alveg búin að kaupa hana, fékk bara að fara með hana heim til að máta hana betur. Held ég sé ástfangin en hún er samt heldur lítil... Það gerir samt ekkert til því ég fer hvort eð er að grennast bráðum... eða það held ég! Fór reyndar líka í Vínbúðina og verslaði fyrir mánaðarlaunin enda ekkert smá dýrt að fara á eitt skitið ****erí á Íslandinu góða (Ég ætla að nota * sem mest því ég skil oft ekkert sjálf hvað fólk er að meina þegar það skrifar ekki öll orðin!). Efast samt um að það verði um helgina eða e-r næstu helgar þar sem ég er alltaf dauð úr þreytu á miðnætti :( En hver veit? Kannski lifi ég lengur í þetta sinn! síðast en ekki síst fór ég í mat til Laufeyjar og Kjartans þar sem boðið var upp á þetta fína Lasagne! Takk fyrir mig!
P.s. ef þið farið inn á blogg mömmu minnar sjáið þið hvað ég er orðin rosalega góð í að setja inn comment "forrit" hjá fólki! Ekki bara sæt, hahh!
Comments-[ comments.]

miðvikudagur, janúar 28, 2004

 
Í viðjum strætóanna!
Var að koma heim úr vinnunni, sem væri nú ekki markvert ef ég hefði ekki þurft að bíða eftir strætó í alls rúmlega 20 mín! Fyrst í 5 mín eftir þeim fyrri og svo í 15 eftir þeim næsta! Alveg óþolandi að þurfa alltaf að skipta um strætó á miðri leið! Sérstaklega af því að í raun er þetta bein leið... a.m.k. á einkabíl. Mig langar í neðanjarðarlest! Bara fyrir mig! Kannski myndi ég líka leyfa ykkur sem ég þekki að fá far stundum gegn ríflegri þóknun... ef þið eruð góð! Var annars að passa rosalega stóra frænda minn, hann Lárus Ármann, í gær á meðan mamma hans var í kjaftaklúbbnum sínum! Hann er ekki orðinn þriggja mánaða en samt tæp 8 kíló! Hann var sem betur fer voða ljúfur og góður og sofnaði meira að segja í fanginu á mér :) Ældi líka á öxlina á mér en var annars mjög svo hittinn á bleiuna sem ég lærði (ðe hard vei) að skella á öxlina á undan honum! Ég er líka að fara að passa hann á morgun en þá ætla foreldrar hans að skella sér á LOTR, enda tími til kominn! Ég er búin að sjá hana tvisvar og væri alveg til í að fara aftur!
Endilega komið með komment en það er (kannski) hægt þar sem stendur Shout out hér á síðunni... kann ekki alveg á þetta drasl svo ég vona að þetta virki!


Comments-[ comments.]

þriðjudagur, janúar 27, 2004

 
Ekki bara sæt!!!
Jæja! Nú er komið að því... Ég er komin með tölvu og adsl svo það er eins gott að nýta það!
Annars er ekkert að frétta. Var bara að vinna til 2 í dag :) reyndar byrjaði ég eins og alla aðra morgna kl 5, svo þetta var nú alveg ágætis vinnudagur! Vil endilega láta ykkur vita af því að ég er að fara til USA, nánar tiltekið Santa Barbara, California, 3. maí... í 4 vikur! mmm... hlakka svo til að sleikja sólina og gera ekki ****gat á meðan þið hin eruð flest að púla í prófum, vinnu eða e-u álíka spennandi ;) múhahahaha
Comments-[ comments.]

Powered by Blogger