<$BlogRSDURL$>
Ekki bara sæt...

mánudagur, október 03, 2005

 
Læri, læri, læri...
Já ég er sko orðin öflugur (ath. öflugur ekki öfugur!) bloggari!
Á nefnilega að vera að læra, og sit þess vegna inni á Þjóðarbókhlöðu límd við skjáinn og les blogg annarra! Þetta gerist stundum þegar maður á að vera að gera eitthvað annað... Ætli ég drulli mér svo ekki heim til að lesa þar, og enda svo með því að hanga á msn eða í tölvuleikjum (ekki svona eve online eða eitthvað svo hallærislegt, nei við erum að tala um tetris eða eitthvað því um líkt!), eða laga til, sem væri nú ekki svo vitlaust þegar herbergið mitt á í hlut. Þvoði samt 3 vélar á laugardaginn sem ég kalla ansi gott!
Þynnkan er farin... renndi henni niður með ljúffengum mat sem hann Hannes yndi eldaði fyrir okkur í gær. Rosalega er gott að hafa Hannes í lífi sínu, hann er svo góður við okkur. Kemur oft og eldar fyrir okkur letingjana um helgar! Segir svo að það sé miklu skemmtilegra að elda hjá okkur en heima hjá sér því þá þurfi hann ekki að vaska upp eftir matinn... Ég er allavega alveg rosalega þakklát! Takk fyrir matinn Hannes minn!
Var annars í ótrúlega skemmtilegum tíma áðan... Hann var svona skemmtilegur af því að ég fékk út úr þessari blessaðri lýðræðisritgerð sem ég skilaði á síðustu stundu fyrir 2 vikum síðan... Og ég fékk mun hærra fyrir hana en ég hélt ég myndi fá, eða átti skilið... :) Gaman að fá svona óvæntan glaðning í formi einkunnar!
Annars er ég að hugsa um að drífa mig bara heim... ég er hvort eð er bara í ruglinu núna, ekki búin að gera neitt af viti hérna!
Pabbi minn á afmæli á morgun, 4. okt., bara svona ef þið vissuð það ekki! Efast samt um að hann lesi þetta (ég fékk næstum hjartaáfall þegar gaurinn fékk gsm síma! og notar hann í þokkabót!) svo ég ætla bara að hringja í hann á morgun og sleppa því að senda honum kveðju hérna!
Svo á ástkær systir mín, hún Jóna afmæli bráðum, en það eru reyndar tæpar 4 vikur þangað til. Hún og Óli og Álfheiður Una ætla að koma um næstu helgi, það verður gaman! Er búin að panta klippingu hjá henni um helgina... það verður líka gaman, enda er hárið mitt farið snerta axlirnar á verstu dögunum!
Já ég gleymdi næstum. Mamma og Þröstur komu suður um helgina, það var rosalega gaman að sjá þau. Samt pínu skrýtið að hitta þau svona "oft" því það var ekki "nema" mánuður síðan ég sá þau síðast! Þau komu í kaffi á föstudaginn (fengu reyndar ekkert kaffi og í raun hvort vott né þurrt) og buðu mér svo út að borða um kvöldið á Ruby Tuesday. Voðalega notalegt fyrir okkur Þröst en mamma fékk bara súpu...
Hætti núna því annars nennir enginn að lesa þessa rullu!
kysskyss eða út af!
Comments-[ comments.]

Powered by Blogger