<$BlogRSDURL$>
Ekki bara sæt...

sunnudagur, mars 20, 2005

 
Hvað kemur til?
Þetta á enginn eftir að lesa enda fólk löngu hætt að kíkja hérna inn... nema þeir allra sorglegustu sem eru búnir að halda í vonina allan þennan tíma...
Ég er þunn... og það skemmtilega er að ég var líka þunn í gær! Ekki eins þunn samt, enda var föstudagkvöldið mjög vægt og hálfgerð kaffihúsaferð.
En í gær átti ég alveg frábæran dag! Eða a.m.k. kvöld, því dagurinn fór í það að horfa á lengdu útgáfuna á LOTR Return of the king, og það já tók allan daginn! En um kvöldið fékk ég alveg frábæra heimsókn frá Jónu Rún sem ég hafði ekki hitt frá því í maí á síðasta ári, enda var hún alltof lengi í USA. Við vorum nú bara rólegar hérna heima hjá Jónu systur, en þau Óli lánuðu mér íbúðina sína í góðmennsku sinni, hafa vorkennt mér að eiga ekkert líf í litla herberginu mínu, þau eiga eftir að sjá eftir þessu þegar þau koma heim, ísskápurinn tómur og allt á rúst! múhaha!
En já við sem sagt vorum bara að rifja upp gamla tíma og svona, ákváðum svo að fá okkur í glas... sem var ekkert alltof gáfulegt fyrir mig sem hafði sofið í 4 tíma nóttina áður... En þegar við vorum að fylla á glas nr 2 heyrði ég kunnuglegar og ekki svo mjög lágværar raddir fyrir utan gluggann. Þar voru komin Bebba, Marta, Sigfús og Bjarni ásamt konu sinni. Eins og þeir sem þekkja til þeirra Skálateigssystkina geta ímyndað sér þá var glatt á hjalla og mikið talað og mikið hlegið! Þau höfðu reyndar ætlað að heimsækja Jónu sys en það tek ég sko ekki inn á mig... og til að ná mér niður á þessari hrikalega vinsælu systur minni gaf ég allt kókið og appelsínusafann sem hún hafði verið svo dugleg við að hamstra í Bónus! HAHH! Við hlustuðum svo dolfallin á Mörtu segja frá Afríkunni þar sem hún býr núna og ja, ég komst að því að ég ætla að flytja þangað út, og láta koma fram við mig eins og drottningu af því að ég er Hvít og á pening (sem er reyndar ekki rétt en maður reddar því...).
Ég hringdi í Jónu áðan og þá höfðu nágrannarnir ekki ennþá hringt til að kvarta undan háværu fólki... Heppnin er kannski með mér!
En svo fórum við Jóna niðrí bæ, eftir að hafa komið við heima hjá mér og skellt í okkur 2x vodka í kók á mettíma. Bærinn var mjög fínn enda hittum við þar frændfólkið aftur! :) Ætla að halda áfram að gera ekki neitt!
Hey það eru að koma páskar og Papar eru í sjallanum á lau! Allir að mæta!
Comments-[ comments.]

Powered by Blogger