<$BlogRSDURL$>
Ekki bara sæt...

þriðjudagur, mars 09, 2004

 
Hversu ljótt getur hárið mitt orðið???
Ég er með frestunaráráttu... Veit ekki hvort þetta flokkist undir leti eða hvað... en allavega tekst mér að fresta öllu... Lifi á mottóinu- á morgun segir sá lati... T.d. er ég búin að fresta því að fara í litun í marga mánuði...enda lít ég mjög illa út! Svo er ég líka búin að fresta því að lita og plokka á mér augabrúnirnar svo þið getið bara rétt ímyndað ykkur hvernig ástandið er á hausnum á mér! Pantaði mér samt tíma áðan í strípur á morgun kl hálf þrjú... nenniði að minna mig á það? Ætti ég kannski að verða dökkhærð? Eða með fjólublátt hár eins og i 8. bekk? Nei... ég var ekki að mótmæla e-u... ég bara gerði mér ekki grein fyrir því að þótt maður myndi fá sér smá fjólubláar strípur myndi hárið verða fjólublátt að sjá...
Nei ætli ég fari nokkuð að bregða út af vananum... Ljósar, rauðlitar, og brúnar strípur takk eins og undanfarin ár... Sorglegt hvað ég er mikill kjúklingur í þessu! Langar svolítið að breyta til, en bara þori því ekki...
Annars segi ég bara allt fínt takk... Svolítið svöng, en ekkert þreytt sem verður nú að teljast til undantekninga þegar ég á í hlut!
Hvað eigum við að hafa í kvöldmat? E-r uppástungur? Alltof langt í hann samt... kannski maður dragi Jónu og Álfheiði út í bakarí... mmm...
Jæja! Best að fara að afla sér matar!

Hey! Ég gleymdi næstum!
Hún Ólöf mín bestasta besta Magnúsdóttir átti afmæli 7. mars! Orðin Tuttugu OG eins!
Til hamingju elskan mín!


P.S... Lenti í smá rimmu við matarborðið í dag... með hvorri höndinni borðar maður ef maður notar skeið?... Ég er nefnilega örvhent (ekki mjög fötluð en örvhent þó...) og geri mér ekki alveg grein fyrir þessu...
Viljiði vinsamlega svara mér :)
Hafið þið annars tekið eftir því að örvhentir eigi erfiðara með að átta sig á hægri og vinstri? Ekki það að ég þurfi stundum að hugsa mig um sko... As if!!
Meðan ég man... Vitiði að Clueless er með betri bandarískum gelgjumyndum sem gerð hefur verið? Atriðið þegar Josh og Cher enda saman... mmm... þvílík rómantík! (Man meira að segja hvað þau heita og allt!) En hugsið ykkur samt... Hún var gerð '95... Þvílík klassík!
Comments-[ comments.]

Powered by Blogger