<$BlogRSDURL$>
Ekki bara sæt...

þriðjudagur, mars 16, 2004

 
Djamm tvo daga í röð... ég hlýt að hafa verið lasin...
Jæja... í dag er líka gott veður en ég nenni ekki út...
Já nú er um að gera að rekja atburði helgarinnar:
Á föstudagskvöldið fór ég út að borða á American Style með Helga Vilbergi vini mínum og svo fórum við heim og drukkum bjór og svona- Svo var ferðinni heitið niðrí bæ, bærinn var ekkert spes eins og venjulega en við Helgi skemmtum okkur mjög vel þrátt fyrir það! Sátum eiginlega allan tímann að spjalla :)
Á laugardaginn þurfti ég svo að vakna alltof snemma til þess að fara að kaupa mér árshátíðardress, því þrátt fyrir allt vildi ég ekki fara í plastinu... Laufey var svo góð að koma með mér og ég fjárfesti í þessu líka rosalega fína pilsi og bol. Svo kom ég heim og gerði mig fína :) og við Jóna fórum til Önnu Dóru því þar ætluðum við gellurnar úr "tínslunni" að hittast og gera okkur ennþá fínni og drekka smá léttvín :) Svo var ferðinni heitið á Kringlukránna þar sem ég keypti dýrustu margarítu sem ég hef heyrt um, a.m.k miðað við bragðið... Svo þegar við vorum að fara voru okkur réttir strætómiðar og okkur sagt að rúta biði fyrir utan til að flytja okkur á Grand Hótel. Í ljós kom að þetta var sko engin rúta heldur strætó sem hafði verið leigður fyrir okkur! Hef Aldrei skemmt mér jafn vel í strætó skal ég segja ykkur! Og við þurftum ekki einu sinni að nota miðann! Á Grand hótel var bara mjög fín stemming, þetta var alveg hin besta skemmtun og endaði hjá mér um miðnætti þegar "við unga fólkið" fórum niðrí bæ- vorum reyndar bara 3...
Djammið var óvenju skemmtilegt og ég hef aldrei hitt jafn mikið af fólki sem ég þekki á djammi í Rvk!
Hitti svo Tinnu mína og fékk gistingu hjá henni, enda alltof langt að labba heim og dýrt að taka taxa!

Annars hefur ekkert merkilegt gerst í mínu lífi síðan held ég... Jú ég hitti Tinnu í gær og hún bauð mér upp á dýrindis kvöldmat! Takk fyrir það Tinna mín :)
Er svo að fara í bíó í boði starfsmannafélags Pennans á morgun, miðinn gildir fyrir tvo svo ef e-r vill koma með þá er það velkomið!
Takk og bless og ekkert stess!
Comments-[ comments.]

Powered by Blogger