<$BlogRSDURL$>
Ekki bara sæt...

mánudagur, febrúar 02, 2004

 
Nú eru allir dagar Sjoppudagar...
Helgin var alveg rosalega róleg hjá mér... ég gerði eiginlega bara ekki neitt... Mín ætlaði þokkalega að fara að djamma á laugardagskvöldið með Evu Lind en hún beilaði og fór að vinna í staðinn... Kannski sem betur fer því ég var alveg dauð um miðnætti... Við Jóna og Óli höfðum það bara rólegt og horfðum á Finding Nemo (á skrifuðum disk sem er e-ð mjög bilaður og stoppaði örugglega 10x) og úðuðum í okkur flögum og ídýfu... Svo fór ég að hanga á netinu allt of lengi og svo bara í háttinn.
Sunnudagurinn var einnig mjög rólegur en þá fórum við Eva Lind og fengum okkur amerískan morgunverð með öllu tilheyrandi á Gráa Kettinum! Það var mjög fínt en ég myndi þó ekki fara þarna aftur því þetta er frekar dýr staður. EFtir að hafa gert "Trukknum" góð skil (það var heitið á máltíðinni, skil það reyndar ekki alveg því þetta var nú ekkert svo rosalega mikið, nema ég sé bara svona gráðug ;), fórum við að leigja okkur video. Við fórum fyrst og leigðum Magdalenes sisters, en þar sem The Pirates of the Caribbean var ekki inni á þeirru leigu og Evu langaði svo rosalega til að sjá hana, keyrðum við út um allt að leita að henni, enduðum með að panta hana... Þegar við vorum nýkomnar inn úr dyrunum heima hjá Evu hringdi videoleigan og tilkynnti að hún væri komin inn... alveg týpískt! En já við sem sagt horfðum á þær báðar og svo fór ég bara heim að sofa enda klukkan orðin 22:30...
Í dag var sem sagt Sjoppudagur hjá mér aftur því Álfheiður Una dóttir Jónu var veik og Jóna var því heima hjá henni; engin Jóna= Sjoppa ;) Fékk mér eina pYlsu með öllu og allt undir takk! Skil ekki þennan sið Reykvíkinga að vilja troða e-u ofan á pylsurnar sínar... mér finnst það bara verða subbulegt! En já, ég var sem sagt að vinna alveg ógeðslega lengi í dag, tæplega 12 tíma! Ekkert smá dugleg og alveg að verða búin að vinna mér inn fyrir kápunni sem ég ákvað að ég nennti ekkert að skila í dag... Svo nú á ég nýja kápu!
Get t.d. notað hana á þorrablóti á Kópaskeri um næstu helgi! Ef ég kemst þá þangað... Er ekki alveg að skilja þessi nettilboð hjá Flugfélagi Íslands... hver vill ferðast kl 07:45 á föstudagsmorgni? Huhh! Vona bara að ég geti hoppað!
Þá var það ekki fleira í þættinum að sinni, veriði sæt!


Comments-[ comments.]

Powered by Blogger