<$BlogRSDURL$>
Ekki bara sæt...

sunnudagur, febrúar 29, 2004

 
Myndir segja meira en 1.000 orð!
Í dag ákvað ég að halda hvíldardaginn heilagan... Vaknaði ekki fyrr en 20 mín í 2 og fór þá á fætur og borðaði matinn sem ég hafði keypt á djamminu kvöldið áður og engan veginn haft lyst á... Það skemmtilegasta var að ég nennti ekki að setja í mig linsurnar svo ég var blind í örugglega klukkutíma eftir að ég vaknaði :) Svakastuð! Verð að fara að kaupa mér gleraugu... Svo lagðist ég bara í sófann með fæturnar upp í loft og horfði á dagskrá fimmtudagskvöldsins á skjá 1 sem ég var svo ótrúlega snjöll að taka upp! Lá þar þangað til Donni, pabbi Óla og Maggý kona hans komu í heimsókn, þá neyddist ég nú til að setjast upp ;o)
Ótrúlega gott að eiga svona daga samt, maður hvílist svo mikið! Ég var sem betur fer ekkert þunn... fór nefnilega í bekkjarboð sem ég hélt að þýddi bara 2-3 bjóra og spjall... í staðinn lenti ég niðrí bæ, eftir að hafa tæmt ískápinn hjá Valla og Aðalbjörgu af áfengi... nei nei það var nú alls ekki svo slæmt! (Þau áttu svo mikið...)
Bærinn var bara eins og venjulega... ekkert spes.

En bekkjar"boðið", sem breyttist fljótt í "partý" (þ.e. ef skilgreiningin á boði er ekki mikið áfengi, og partý miklu meira áfengi en í boði), var alveg mjög skemmtilegt! Þarna var skemmtilegi hluti bekkjarins kominn saman, Valli og Adda, Hildur og Jói kallinn hennar, Una og Hannes kallinn hennar og svo Ég og maðurinn minn tilvonandi, hann Mangi (sem reyndar enginn annar virðist sjá, en þeir um það...). Reyndar eru Jói og Hannes í raun ekki hluti af bekknum en þeir voru samt mjög svo velkomnir, enda hluti af Hildi og Unu og mjög skemmtilegir strákar. Eiki kíkti líka aðeins á okkur en stoppaði samt frekar stutt enda enn að jafna sig eftir föstudagskvöldið...
Ásdís kom svo seinna um kvöldið, eiginlega mjög seint, því hún hafði verið grímupartýi hjá kórnum, en hún bara varð að sýna okkur búninginn sinn... Sóley, Sóley búninginn sem við notuðum í fyrrnefndu árshátíðaratriði, sem þið getið séð HÉR. Hún var alveg glæsileg í honum skal ég segja ykkur!
Skemmtilegi hlutinn segi ég... og já... ég held ég standi bara við það... a.m.k. höfðu hinir ekki fyrir því að koma og eiga þess vegna ekki skilið að teljast til betri hlutans... (Sumir höfðu reyndar ágætis afsökun... en ég vil bara halda þessu svona...)
Ég held að mest allur tíminn hafi farið í það að skoða myndir úr MA í tölvunni hjá Valla og Öddu (ég nenni ekki að skrifa Aðalbjörg... ;), engin smá nostalgía það! Ó, hvað ég sakna Menntaskólaáranna...

Comments-[ comments.]

Powered by Blogger