<$BlogRSDURL$>
Ekki bara sæt...

föstudagur, febrúar 27, 2004

 
Leikhúsrottan!
Á miðvikudaginn fór ég í leikhús! Laufey systir, sem vinnur sem sminka í Þjóðleikhúsinu milli þess sem hún eignast ótrúlega krúttleg og feit börn (reyndar bara komið eitt núna en maður vonast samt alltaf eftir fleirum...), átti nebbla einn miða á lokaæfingu á Þetta er allt að koma og gat svo reddað öðrum á hálfvirði... maður lætur ekki svona boð framhjá sér fara... nema allir vinir mínir...Enginn nennti með mér ( fólk komst ekki vegna þess að það var að: Vinna/læra/hafði ekki pössun/ekki þessi leikhússtýpa) svo ég endaði á því að draga Óla mág með mér :) Við skemmtum okkur alveg konunglega! Mjög skemmtilegt leikrit og sviðsetningin, lýsingin og allt það dót var alveg ótrúlega töff! Innihaldið var líka mjög fínt en inn á milli voru samt pínu dauðir kaflar...

En ég kalla mig leikhúsrottu því ég var að uppgötva að ég er búin að fara 5 sinnum í leikhús á síðasta árinu... og hef aldrei þurft að borga fyrr en núna hálfan miða... Svona er að þekkja rétta fólkið... af þessum sýningum, sem eru: Chicago (MA), Grease (VMA), Pabbastrákur (Þjóðleikhúsið), Lína Langsokkur (Borgarleikhúsið) og svo loks Þetta er allt að koma, fannst mér nú MA-sýningin á Chicago langflottust... Það var líka alveg ótrúlega flott sýning! Ætla vonandi að fara á Chicago hér fyrir sunnan (Þarf samt að borga sem er nú fúlt þegar maður er svona góðu vanur...), en kvíði því eiginlega að sú sýning sé ekki jafn flott og hjá LMA... Annars er bara komin helgi.. svo ég er bara í góðu glensi! Jæja... skrifa kannski meira á eftir ef ég nenni!

Endilega tékkið á blogginu hennar Vilborgar Gellu Ólafsdóttur Þórðarsonar sem ég var að bæta við í linkasafnið mitt... hún er mjög góður penni!

Hæ ég er komin aftur... ég veit ég er að svindla og bæta við gamla bloggið en málið er að nú er kominn nýr dagur (kl er orðin hálf 1) en ekki hjá mér samt því ég er ekki farin að sofa! (Alveg að missa mig yfir því að fá að sofa út á morgun!)
Fór til Tinnu og Arnórs í heimsókn nú í kvöld... horfðum á American Wedding og höfðum það huggó... Svo fór ég snemma heim því frænkur mínar þær Lella, Kikka og Gréta + Geiri maðurinn hennar voru í heimsókn og maður má nú ekki missa af slíku! Það var alveg svaka-gaman að hitta þau :) (Athugið samt að ég skrifaði nöfnin þeirra ekki í réttri aldursröð... þið vitið, elsta fyrst og yngsta síðust því ég er á móti slíkri mismunun for a reason u know...)

Annars er ég búin að vera að pæla í einu undanfarið... Vitiði að það eru eiginlega aldrei gerðir lagatextar með karlmannsnöfnum sem aðalatriði... alltaf kvenmannsnöfn... T.d. Sóley, Sóley (sem minnir mann óneitanlega á árshátíð áhugamanna um félagsfræði í þriðja bekk), Nína, Álfheiður Björk, Ó, María mig langar heim (sem ég hélt alltaf að væri um einhverja Ómaríu þegar ég var lítil...), Ave Maria (hehe), Klara, Klara, Anna í Hlíð, Rabbabara-Rúna, Bella símamær, Mandy (með Westlife að ég held) og svo ótrúlega margir fleiri!
Jú ég veit alveg að það hafa verið gerðir textar með karlmannsnöfnum... eins og t.d. Siggi var úti, Guttavísur, og Gvendur á Eyrinni... En það er nú ekki sama ástarvælið og hitt!

Endilega látið mig vita ef þið munið eftir ástarvælstextum með karlmannsnöfnum!
Ykkar Fanney sem á engan texta um sig...
p.s. Morfís keppni á morgun, laugardag! MA vs. Versló kl 16:00 í Blá sal Verslunarskólans!! Ætla að mæta, Viljiði koma með?

Comments-[ comments.]

Powered by Blogger