<$BlogRSDURL$>
Ekki bara sæt...

fimmtudagur, febrúar 05, 2004

 
Kópasker City here I come!!!
Ég hlakka svo tiiil, ég hlakka alltaf svooo tiiil!
Já í dag pantaði ég mér far til Akureyrar! Fer á morgun kl 13:30 :) Ég fæ svo far með Ödda, bróður Þrastar og Svanfríði konunni hans til Kópaskers og þar á að skella sér á ærlegt íslenskt f***erí! Það er nefnilega Þorrablót! Reyndar borða ég nú ekki mikið af þessu þorramat, en kroppa a.m.k. í hangiketið, rófustöppuna og harðfiskinn... Svona er að vera vandlát... Ég reyndi eitt sinn að smakka hrútspung hjá pabba, minnir að ég hafi sett heilt stykki upp í mig... ég var fljót að skila því aftur! Ég get varla borðað sveppi og rækjur af því að mér finnst svo ógeðslegt að bíta í þær, hvað þá pung!
Hingað til hefur verið alveg rosalega gaman á þessum blótum, allir að dansa og drekka, sumir of mikið aðrir bara passlega...(og ekki er hljómsveitin af verri endanum, hið eina, sanna local band Legó! Þeir eru víst að gera allt vitlaust, farnir að spila á Akureyri og alles! Missti reyndar af þeim þar, enda ekki enn orðin 21, hefði samt kannski getað sagt, Nó, nó, ðiss iss ókei! æ nó ðe gæs hú ar pleying! En sleppti því vegna fyrri reynslu af slíku plotti...) Hugsið ykkur bara, allir að djamma saman, ungir sem aldnir! Mér finnst einmitt vanta svona böll hérna í borginni, svona stemmningu sem myndast til dæmis á gamla Pollinum, Græna hattinum og Oddvitanum á Akureyri, það er sko skemmtilegt að fara á svoleiðis djamm(!), fyrir utan feitu sveittu, sköllóttu kallana sem virðast stundum halda að þeir séu MUN yngri og flottari en þeir eru og algjörlega ómótstæðilegir... Skil ekki alveg hvort þeir haldi virkilega að svona gella eins og ég vilji ólm fara með þeim heim eða hvort þeir séu bara að reyna að hrella mann...

Þessi vika er annars búin að vera alveg rosalega fljót að líða. Reynar er Álfheiður enn lasin, ótrúlega hress samt miðað við c.a. 39 stiga hita stundum! Ótrúlega glaðlynt barn stúlkan sú! Kannski er ég bara svona ótrúlega fyndin en ég þarf varla að segja annað en "BÚ!" og þá fer hún að skellihlæja!
Já sei sei, ég fór í Kringluna í dag og það var svona líka rosalega gaman! Þar sannaðist að sjaldan er ein báran stök! Það virtist sem það væri MA bekkjarmót þarna sem ég vissi ekki af, því fyrst hitti ég Evu Lind og settist niður með henni og stráknum sem hún var að passa, hún er nefnilega að vinna á Lyngási, dagvistun fyrir fötluð börn og unglinga og hafði skellt sér í mollið ásamt einum drengnum. Ég hafði varla kvatt hana þegar ég heyrði nafn mitt kallað úr hæstu hæðum og þá voru Aðalbjörg og Hildur bekkjarsystur mínar úr 3. og 4. bekk í MA að snæða ís á stjörnutorgi svo ég ákvað að hlamma mér niður hjá þeim líka, loks kvaddi ég þær og hélt áfram, þá sá ég hvar Ölli sem var einmitt með mér í bekk í 1. bekk sat einn á bekk og þóttist tala í símann (hann átti samt ekki inneign og enginn hafði hringt í hann, hafði þó vit á því að setja símann á silent svo enginn myndi hringja óvænt í miðju samtali við ósýnilegan félaga). Ég ákvað að stoppa smá og spjalla enda hafði ég ekki hitt hann í háa herrans tíð! Til að toppa þetta ákvað ég að skella mér í Pennann og kíkja á Dundu sem var einmitt með mér í bekk í 4. bekk! Alveg ótrúlegt hvað heimurinn er lítill!

Ég ákvað áðan að setja skemmtilega reglu/leik... alltaf að skrifa e-ð skemmtilegt orðtak/málshátt í hverri færslu, reyni samt að setja það inn í textann! Sá sem finnur orðtakið/málsháttinn (og veit helst uppruna þess og merkingu), fær hrós frá mér. ;o) Ef e-r vinnur 5 sinnum í röð, fær hann kannski óvæntan glaðning!

Jæja þá var það ekki fleira sem mér lá á hjarta!
Hvað er annars að frétta af ykkur? Ertu búinn að borða e-ð Eiki minn?


Ekki má gleyma því að hún Sigga Magga systir mín er 31 árs í dag! Til hamingju með afmælið systir góð!
Mun ég varpa fram frumsaminni vísu að því tilefni, mér til gamans!

Sigga Magga systir mín
stór er orðin núna
Þetta yrkir Fanney þín
þokkalega lúna

Comments-[ comments.]

Powered by Blogger