<$BlogRSDURL$>
Ekki bara sæt...

þriðjudagur, febrúar 24, 2004

 
Keila er mín íþrótt...
Dagurinn í dag er búinn að vera mjög stuttur hjá mér... Ég vaknaði og fór í vinnuna, kom heim, borðaði, lagðist upp í rúm kl korter í 3 og vaknaði afutr kl hálf 7... svo bráðum þarf ég að fara að sofa aftur... Get það samt pottþétt ekki, svo kannski maður skelli sér bara út í búð að kaupa nammi... Málið er að ég ætlaði sko ekkert að sofna... ætlaði bara að leggjast aðeins og hlýja mér... En svona fór nú það!

Annars fór ég á djammið um helgina... Fór í partý til Tinnu og svo með Ásdísi niðrí bæ... það rann af mér um leið og ég kom út því það var svo kalt... Fórum hvergi inn svo telja megi, og enduðum niðrá Mama's Tacos sem er einmitt staðurinn okkar Ásdísar! Ég var bara búin að gleyma að mér finnst ekkert rosalega gaman að djamma í Rvk nema vera með mjög mörgu fólki og inni á e-m ákveðnum stað... ekki svona rölt á milli því maður þekkir engan! Skil ekki hvað ég var að kvarta yfir djamminu á Akureyri... þá fannst manni allt eins... alltaf sama fólkið sem maður þekkti... en nú finnst mér allt eins hér... alltaf sama fólkið sem maður þekkir ekki... En svona er lífið! Grasið er ekki alltaf grænna hinu megin!
Hér eftir fer ég ekki á djammið nema á MA-Djamm- og bekkjarpartý.
Og talandi um bekkinn minn (og þá er ég að tala um 4.GH úr MA)!!! Hann ætlaði að hittast í keilu í gær... og við mættum 4... Hinum verður sko ekki boðið í næsta partý ef ég má ráða!! Ég sem hélt þetta væri svo yndislegur bekkur... svo samrýmdur og blablalbla... HUHH!!!

En það var samt alveg brilliant í keilu! Fyrst mættu Aðalbjörg og Valli og við fórum og fengum okkur hambó og aðra hollustu í veitingasalnum í keiluhöllinni en Ásdís mætti svolítið síðar og missti meira að segja af 2 leikjum af 3. Þar sem ég hafði bara einu sinni farið í keilu áður, og það var fyrir 7 árum ef ég reikna rétt, þá bjóst ég nú við því að tapa feitt... en ónei! ég vann reyndar aldrei, en ég var samt 2x í öðru sæti! Vorum reyndar með svona grindur svo kúlan myndi ekki fara ofan í þessa ömurlegu rennu... Það er sko miklu skemmtilegra!!! Þá skorar maður a.m.k. e-ð! Ég meina, algjör óþarfi að þykjast vera e-ð rosalega góður, maður kemur frá Akureyri og þarna liggur eini munurinn á Ak og Rvk... Keila! Eftir keilu fórum við í nokkur spil þarna t.d. fótboltaspil, sem er einmitt í miklu uppáhaldi hjá mér! Ég vil endilega þakka þessum 3 fyrir frábært kvöld!

Í gærdag var ég svo að rölta á Laugaveginum og sá þá að auglýst var 15-30% afsláttur í skartgripabúð... Þar sem ég á mjög fallegt gullhálsmen með hvítri perlu, hefur mig alltaf langað í hring i stíl... svo ég skellti mér þarna inn og fjárfesti í einum... hann var svo ódýr... Maður verður víst að bjarga sér þegar maður á ekki kall! Þetta var líka eiginlega jólagjöf frá pabba því hann gaf mér pening og sagði mér að kaupa mér e-ð skart fyrir... Ekki það að mig vanti ekki úr sem er nú kannski skynsamlegra skart... en... ég hefði nú hvort eð er keypt mér úr!
Svo nú á ég nýjan hring en get samt ráðið mér alveg sjálf! Múhahaha!
P.s. Enn er laust sæti við hlið mér á árshátíð Pennans...

Comments-[ comments.]

Powered by Blogger