<$BlogRSDURL$>
Ekki bara sæt...

fimmtudagur, febrúar 19, 2004

 
Það er að koma helgi!!!
Já seisei!
Í dag gerði ég svolítið nýtt... ég kom heim úr vinnunni og fór út aftur en ekki að sofa! Þetta er alveg ótrúlegt! Fór í IKEA, Bónus og Rúmfatalagerinn með Jónu og Álfheiði. Það er alveg ótrúlega spennandi að labba um í IKEA... ætla sko að verða svona IKEA-frík... kaupa allt mitt þar! Nei kannski ekki... en ég fann samt mjög fallegan sófa sem mig langar pínu í... kostaði ekki nema 80. þús... hahaha, glætan að það verði fyrsti sófinn minn! Endaði með því að kaupa mér peru í lampann minn... (sá hana svo auðvitað miklu (tæpl. 10 kr.) ódýrari í Bónus 10 mín síðar...) Álfheiður greyið var e-ð úrill enda búin að vera lasin lengi en við píndum hana þó áfram... Svo þegar við vorum í Rúmfatalagernum gerði ég þau mistök að rétta að henni Bangsímon bangsa og hún neitaði að sleppa honum aftur, svo ég neyddist til að kaupa hann... sem betur fer kostaði hann ekki nema 99 kr. og ég varð besta frænka í heimi fyrir vikið!

Í dag gerðist það svo í vinnunni að okkur var send auglýsing fyrír árshátíð Pennans sem verður haldin 13. mars... Kostar bara smotterí og e-r "frábær hljómsveit" leikur fyrir dansi... (Finnst e-n veginn að ef þetta væri í alvörunni FRÁBÆR hljómsveit væri hún nafngreind, en kannski er ég bara fordómafull). A.m.k. er góður matur að mér sýnist og skemmtiatriði og alles! Þegar ég var að skrá mig (því ég læt svona skemmtun ekki framhjá mér fara!) þurfti ég að setja frekar sorglegt NEI við því hvort ég vildi hafa maka með, svo nú er ég farin að leita mér að deiti!

Annars er ekkert að frétta nema það að ég ætla að djamma um helgina... Sem er nú eiginlega stór-frétt... ég man ekki lengur hvenær ég djammaði síðast í Rvk svo það er kominn tími til. Vonandi verður gott veður...
Jæja, nú fer ég að halda áfram að gera ekki neitt!
Skjáumst seinna! Múhahaha

P.s. Ég hef ekkert frétt um vændi á Kárahnjúkum! (Vildi bara koma því að...)

Comments-[ comments.]

Powered by Blogger