<$BlogRSDURL$>
Ekki bara sæt...

þriðjudagur, júní 28, 2005

 
Ég er miðbæjarrotta og verð það áfram!
VIÐ FENGUM HANA!!! Já! Við fengum íbúðina!
Ég flýtti mér á netið til að kjafta á undan Vilborgu :) Sjáið bloggið hennar hér til hliðar og þar sést að ég var fyrst með fréttirnar! vííí!!
Ég dansaði voða fínan dans... ég skal sýna ykkur hann þgar ég hitti ykkur næst!
Comments-[ comments.]

mánudagur, júní 27, 2005

 
Vandamálin eru til að leysa þau!
Halló halló Hafnarfjörður!

Ég er að fara flytja í íbúð! Alvöru íbúð með fleirum en einum glugga og SÉR klósetti sem ég á sjálf með Vilborgu og Manga, kærastanum sem við deilum saman... Það er örugglega auðveldara að útskýra fyrir pabba að við eigum sameiginlegan kærasta en að reyna að sannfæra hann um að við séum ekki Lessur eins og hann spurði svo skemmtilega um daginn... Kallinn fór nefnilega að hafa áhyggjur af þessari nálægð sem við búum við núna í litla herberginu mínu...

Ég hef reyndar ekki séð íbúðina sjálf... en ég treysti Vilborgu fullkomlega fyrir því að skoða hana. Hún er víst voðalega fín. Á Vesturgötu... = stutt í HÍ (ég er að fara þangað samkv. nýjustu upplýsingum) og stutt á djammið (ég er nú nokkuð oft þar nú þegar). Annars var ég nú að uppgötva að ég er með minn einkabílstjóra sem heitir Vilborg og ætlar alltaf að vera edrú að ég held bara fyrir mig!

Jibbí!!!

Við getum flutt inn 3. eða 4. júlí og þar sem Vilborg á afmæli 19. júlí ætla ég að halda óvænt(!!!) afmælis- og innflutningspartý aðra hvora helgina við 19. (Gerið mér greiða og ekki segja Vilborgu frá þessu... eins og gefur að skilja á þetta að vera óveænt...) Annars var ég að fatta um daginn (pabbi myndi líklega fussa yfir þessu orðavali " að fatta") að mér finnst ekkert voðalega gaman að halda partý... ég get aldrei skemmt mér almennilega. Alltaf stressuð yfir hávaðanum, að fólki leiðist, að tónlistin sé ömurleg og síðast en ekki síst, að ég þurfi að taka til daginn eftir. Vildi að ég væri orðin 16 aftur... Þá var mér nokk sama um þetta allt, amk í minningunni... og þó...
Já ég ætla samt að halda smá teiti! Eða ekki... æ, ég þarf að spyrja Vilborgu og Manga.
En HÍ OG íbúð á sama degi! Jeij!
Comments-[ comments.]

laugardagur, júní 04, 2005

 
Íbúðarvandi....
Hellú gæs!
Langaði bara að setja auglýsingu hérna inn...
Okkur Vilborgu, ábyrgu vinkonu mína, vantar íbúð fyrir veturinn, jafnvel frá 1. júlí eða fyrr. Eitthvað þriggja herbergja og helst í 101 eða 107 svo við getum nú gengið samviskusamlega í skólann... Allavega... endilega hafið samband ef þið fréttið af einhverju! Þið vitið hver ég er... Ef ekki... hvað eruð þið að lesa ókunnugt blogg sem er í þokkabót leiðinlegt? ;)
Ykkar borga-á-réttum-tíma-og-reglusama Fanney
(Ég ýki að sjálfsögðu alltaf djammsögurnar... bara svo þið vitið það...)
Comments-[ comments.]

Powered by Blogger