<$BlogRSDURL$>
Ekki bara sæt...

mánudagur, júní 28, 2004

 
Seint skrifa sumir...
Jæja...
Margt búið að gerast síðan síðast!
Fór á þetta líka fína eins árs reunion með ma-liðinu... Bekkurinn minn fór í Vaglaskóg á íslenskt fyllerí á þriðjudeginum 15. júní og svo var hátíðin sjálf 16. júní, þar sem ég þurfti að taka niður hvíta kollinn... þvílík sorg! Svo var farið niðrí bæ á Kaffi Ak og djammað fram á morgun. Að sjálfsögðu með húfuna, því ég gat ekki tekið hana af sökum afleitrar hárgreiðslu... :)
Svo fékk ég frí á föstudaginn og gat farið á skerið að hitta mömmu og Þröst og hitt liðið. Reyndar lenti ég í vinnu á laugardeginum hjá Gumma í Lundi, og var að vinna í 13 og hálfan tíma- fínt helgarfrí það! Svo var ættarmót núna um helgina, á Hrafnagili, mjög góð mæting og fínn matur! Mikið sungið og spilað á gítar... ég snerti reyndar ekki gítarinn, enda frekar örvhent og því veit ég aldrei hvernig hann á að snúa... :)
Það var samt voðalega gott að koma heim, ekki eins gott að vakna kl 4 í morgun, en svona er lífið...
Annars ekkert að frétta held ég... Metallica tónleikarnir framundan og svo bara hangs...
Fyrirgefið hvað þetta var leiðinlegt blogg... en kommon, klukkan er bara að verða hálf átta!
Comments-[ comments.]

Powered by Blogger