<$BlogRSDURL$>
Ekki bara sæt...

fimmtudagur, ágúst 04, 2005

 
Viva Versló
Jeij!
Ég er komin með nettengingu!
Hún er reyndar svolítið klikkuð og gerir ekki alltaf það sem ég vil, en ég kemst a.m.k. á netið heima hjá mér!
Annars er ekkert að frétta... ég byrja í skólanum 1. sept. samkvæmt mínum upplýsingum og ætla líklega að skella mér á Skerið 26. ágúst, svona rétt til að fá þynnkumat a la Þröstur og pönnukökur a la Mamma... já það er eins gott að þið standið ykkur!
Versló var bara róleg hjá mér, miðað við hjá mörgum öðrum a.m.k. Fór til Akureyrar þvi mamma heimtaði það og var svo bara í góðu yfirlæti hjá Laufeyju (Lillý) móðursystur. Við mamma, George og Jónína tjölduðum úti í garði hjá henni (þau voru búin að tjalda þegar ég kom...) og eftir fyrstu nóttina gafst ég upp, því ekki nóg með að það væri myglað, heldur var rennilásinn bilaður líka, svo við fengum nokkra ketti í heimsókn um nóttina... var ekki til í að hrökkva upp með andfælum við kattarhlandsbunu á andlitinu svo ég notaði mína ótrúlegu persónutörfa (frekjuna), og fékk kellu til að splæsa á sig nýju tjaldi!
Á sunnudaginn komu svo Óli mágur og hans fríða föruneyti, og ég ákvað að skella mér með þeim á papaball... Vorum fyrst á veröndinni hjá Lillý, ég bað hana pent um leyfi fyrir c.a. 6 manns, mér telst nú að við höfum verið 11-12 þegar mest var, og sí fyllri með hverri mínútunni sem leið... Ég pottþétt fyllst, enda tókst mér að klára heila 700 ml Southern Comfort flösku á mettíma... reyndar með smá hjálp frá góðu fólki, (Ólöf, bróðir þinn var þarna, og ég gaf honum ekki í glas...).
Papar voru fínir, minnir mig... neinei ég man allt! Man t.d. eftir því að ég fór og spjallaði við Papagaurana við barinn... sem ég hefði líklega ekki gert nema undir áhrifum áfengis í miklum mæli...
Jæja... Hannes frændi er kominn í heimsókn og ég ætla að sinna honum og Vilborgu yndislegu!
Comments-[ comments.]

Powered by Blogger